Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 65
GUÐBRANDUR JÓNSSON
íslenzk bókasöfn fyrir siðabyltinguna
Það hefur frá öndverðu fylgt allri ritmenningu, að á grundvelli hennar risu upp
bókasöfn. Það væri ef til vill fullt eins gott að nefna það ritverkasöfn, því að bækur
með fyrirkomulagi vorra daga geymdu þau í fyrstu ekki. Hvert menningartímabil
hafði þar sitt snið.
A Egyptalandi og í Babylon voru til musterisbókasöfn. Þá er og alkunnugt hið
mikla leirtöflusafn Assurbanipals Asýríukonungs, sem enn er að nokkru leyti geymt
í British Museum. Það risu og upp höfðingjabókasöfn í ýmsum ríkjum hellenskrar
menningar, og er þar merkast bókasafnið í Pergamon, sem Eumenes konungur II.
stofnaði, en síðar var innlimað í hið víðfræga bókasafn í Alexandríu, sem Ptolemæ-
arnir stofnuðu; voru í því safni að sögn 500.000 strangar eða bindi eins og nú myndi
kallað. Var þetta bókasafn þegar liðið undir lok á 7. öld, og er á huldu, hvernig
það hefur atvikazt. I Róm varð Asinius hershöfðingi Pollio (d. 5 e. Kr.) fvrstur til
þess að stofna opinbert bókasafn. Sjálfur stofnaði Augustus keisari tvö bókasöfn í
Róm, og í lok 4. aldar voru bókasöfnin orðin 28 að tölu þar í borg; í öðrum stór-
bæjurn Rómaríkis voru einnig til bókasöfn. Bókasöfnin fylgdu menningartímabilun-
um og risu upp og hurfu með rísandi og hjaðnandi menningaröldum. Mikil pólitísk
umskipti og trúarsiðaskipti urðu þeim að falli. Það voru þjóðflutningarnir og hinn
kristni siður, sem réðu niðurlögum rómversku bókasafnanna, og bæði af þeim og
öðrum fornsöfnum, sem nefnd hafa verið, eru nú ekki til nema örlítil slitur, er að
vísu eru stórmerkileg svo langt sem þau ná.
Á tímum Rómverja var bókagerð og bókadreifing komin á eins hátt stig og tækni
þeirra tíma frekast leyfði. Það var komin á fjöldaframleiðsla bóka, og það voru komn-
ir bókaútgefendur og bóksalar. Fyrstur bókaútgefenda mun vera rómverskur riddari,
Titus Pomponius Atticus, kunningi Ciceros og síðar „forleggjari“ hans.1 Um þær
mundir var menntastétt Rómverja aðallega skipuð Grikkjum, og voru þeir allflestir
þrælar eða leysingjar. Upplög útgáfubóka sinna gerði Atticus á þann veg, að hann
lét fjölda þræla, 20 eða þaðan af fleiri, skipa sér í hring með ritfæri sín, en í miðjunni
var látinn sitja maður, er las þrælunum fyrir rit það, er þeir skyldu skrifa. Tóku aðrir
fljótt upp þennan hátt. og voru einna nafnkenndastir bræðurnir Socii, sem voru „for-
Ieggjarar“ Horatiusar. og höfðu „taberna libraria“ skammt frá Forurn.2 Varð útgáfu-
5