Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 75
ÍSLENZK BÓKASÖFN FYRIR SIÐABYLTINGUNA
75
Um bókasöfn við kirkjur var hér ekki auðugan garð að gresja, því að ef bezt lét áttu
þær ekkert umfram nægilegar messu- og tíðabækur, en alloftast náðu þær ekki einu
sinni því. Fyrir kom þó, að einstaka kirkjur áttu aukreitis bók með sögu helgra manna,
og brást það varla, að á henni væri saga verndardýrlings hennar og þá, ef til vildi,
eitthvað fleira. T. d. var Hvammskirkja, sú er Inga Jónsdóttir gaf Maríu sögu og
Guðmundar sögu, Maríukirkja, og hafa báðar sögurnar vafalítið verið á einni bók.
Kirkjan á Sjávarborg átti 1318 Andrésar sögu auk helgisiðabókanna,90 enda var
hún Andrésarkirkja, og alveg eins stóð sama ár á um Urðakirkju,01 en 1397 átti Kol-
beinsstaðakirkja, auk tíðabóka sinna, „eina sögubók og er þar á Nikulás saga, Am-
brosius saga og Basilius saga“,í)2 en þar var Nikulásarkirkja o. s. frv. Þó bregður
örsjaldan fyrir, að kirkja eigi allnokkuð umfram tíðabækur, svo sem er Múlakirkja
í Aðaldal 1318 átti 7 rit guðfræðilegs eðlis á 5 bókum; það er sérstaklega ástæða til
að taka það fram hér, að kirkjan, sem var Nikuláskirkja, átti þá „Historia Nicholai
á kveri“, en að það er ekki Nikulás saga, heldur Nikulás tíðir.93 Þá er þess getið, að
kirkjan í Reykholti hafi 1358 átt 33 ótilgreindar bækur, rnetnar til samans á 10
hundruðd)4 Tala þessara bóka gæti vel bent til þess, að kirkjan hafi átt eitthvað um-
fram tíðabækur, en þar eð bækurnar eru ekki tilgreindar verður ekkert um það stað-
hæft, ekki sízt vegna þess, að tíðabækurnar voru í þá daga kubbaðar svo margvíslega
sundur í smákver. að vel gætu náð þeirri tölu; þá bendir samanlagt verð bókanna,
10 hundruð, sem er jafnt verði Höskuldsstaðabrefersins, er nefnt hefur verið, til
þess, að ekki sé hér uni dýrar bækur að ræða, og því í sjálfu sér ólíklegt, að hér sé
annað og rneira en einfaldar tíða- og messubækur. Þó er ein kirkja, sem sker sig
algerlega úr um þetta efni; er það kirkjan á Völlum í Svarfaðardal, því að hún átti
stórt bókasafn 1318.95 Til þessa liggja þó alveg sérstakar orsakir, því að Vallnastaður
var lagður skólameisturunum á Hólum sem ævinleg próventa90 einmitt um þetta leyti,
og var eðlilegt, að mikill bókakostur safnaðist þar í skjóli þeirra. Um klaustrin og
dómkirkjurnar er svo sem vænta mátti, að þau áttu góð bókasöfn. Auk Vallnabóka-
safnsins er kunnugt um bókaeign Möðruvallaklausturs 1461 og 1525,9 7 Munkaþverár-
klausturs 1525,98 Reynistaðarklausturs 1525,°° Þingeyraklausturs 1525100 og Hóla-
dómkirkju 1374, 1396, 1525 og 1550,101 enn fremur Viðeyjarklausturs 1397102 og
Helgafellsklausturs 1397.103 Að vísu nær þekkingin til bókasafna syðra mun skemur
en nyrðra, þar sem vantar vitneskju um bókaeign Þykkvabæjarklausturs, Kirkjubæjar-
klausturs og Skriðuklausturs, en væntanlega hafa þau sízt verið lakar búin en klaustrin
í nyrðra biskupsdæminu, nema ef vera skyldi yngsta klaustrið á Skriðu (stofnað um
1493).
Hér fer á eftir tafla, er sýnir bókaeign þessara stofnana, og eru bækurnar flokkaðar
eftir því sem heiinildir og hagræði leyfa, en bókaeign sumra þeirra hefði mátt flokka
frekar, ef hún hefði verið höfð ein sér: