Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 75

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 75
ÍSLENZK BÓKASÖFN FYRIR SIÐABYLTINGUNA 75 Um bókasöfn við kirkjur var hér ekki auðugan garð að gresja, því að ef bezt lét áttu þær ekkert umfram nægilegar messu- og tíðabækur, en alloftast náðu þær ekki einu sinni því. Fyrir kom þó, að einstaka kirkjur áttu aukreitis bók með sögu helgra manna, og brást það varla, að á henni væri saga verndardýrlings hennar og þá, ef til vildi, eitthvað fleira. T. d. var Hvammskirkja, sú er Inga Jónsdóttir gaf Maríu sögu og Guðmundar sögu, Maríukirkja, og hafa báðar sögurnar vafalítið verið á einni bók. Kirkjan á Sjávarborg átti 1318 Andrésar sögu auk helgisiðabókanna,90 enda var hún Andrésarkirkja, og alveg eins stóð sama ár á um Urðakirkju,01 en 1397 átti Kol- beinsstaðakirkja, auk tíðabóka sinna, „eina sögubók og er þar á Nikulás saga, Am- brosius saga og Basilius saga“,í)2 en þar var Nikulásarkirkja o. s. frv. Þó bregður örsjaldan fyrir, að kirkja eigi allnokkuð umfram tíðabækur, svo sem er Múlakirkja í Aðaldal 1318 átti 7 rit guðfræðilegs eðlis á 5 bókum; það er sérstaklega ástæða til að taka það fram hér, að kirkjan, sem var Nikuláskirkja, átti þá „Historia Nicholai á kveri“, en að það er ekki Nikulás saga, heldur Nikulás tíðir.93 Þá er þess getið, að kirkjan í Reykholti hafi 1358 átt 33 ótilgreindar bækur, rnetnar til samans á 10 hundruðd)4 Tala þessara bóka gæti vel bent til þess, að kirkjan hafi átt eitthvað um- fram tíðabækur, en þar eð bækurnar eru ekki tilgreindar verður ekkert um það stað- hæft, ekki sízt vegna þess, að tíðabækurnar voru í þá daga kubbaðar svo margvíslega sundur í smákver. að vel gætu náð þeirri tölu; þá bendir samanlagt verð bókanna, 10 hundruð, sem er jafnt verði Höskuldsstaðabrefersins, er nefnt hefur verið, til þess, að ekki sé hér uni dýrar bækur að ræða, og því í sjálfu sér ólíklegt, að hér sé annað og rneira en einfaldar tíða- og messubækur. Þó er ein kirkja, sem sker sig algerlega úr um þetta efni; er það kirkjan á Völlum í Svarfaðardal, því að hún átti stórt bókasafn 1318.95 Til þessa liggja þó alveg sérstakar orsakir, því að Vallnastaður var lagður skólameisturunum á Hólum sem ævinleg próventa90 einmitt um þetta leyti, og var eðlilegt, að mikill bókakostur safnaðist þar í skjóli þeirra. Um klaustrin og dómkirkjurnar er svo sem vænta mátti, að þau áttu góð bókasöfn. Auk Vallnabóka- safnsins er kunnugt um bókaeign Möðruvallaklausturs 1461 og 1525,9 7 Munkaþverár- klausturs 1525,98 Reynistaðarklausturs 1525,°° Þingeyraklausturs 1525100 og Hóla- dómkirkju 1374, 1396, 1525 og 1550,101 enn fremur Viðeyjarklausturs 1397102 og Helgafellsklausturs 1397.103 Að vísu nær þekkingin til bókasafna syðra mun skemur en nyrðra, þar sem vantar vitneskju um bókaeign Þykkvabæjarklausturs, Kirkjubæjar- klausturs og Skriðuklausturs, en væntanlega hafa þau sízt verið lakar búin en klaustrin í nyrðra biskupsdæminu, nema ef vera skyldi yngsta klaustrið á Skriðu (stofnað um 1493). Hér fer á eftir tafla, er sýnir bókaeign þessara stofnana, og eru bækurnar flokkaðar eftir því sem heiinildir og hagræði leyfa, en bókaeign sumra þeirra hefði mátt flokka frekar, ef hún hefði verið höfð ein sér:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.