Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 77
ÍSLENZK BÓKASÖFN FYRIH SIÐABYLTINGUNA
77
Máldagi Helgafellsklausturs er að því leyti óskilríkastur klaustramáldaganua uni
bókaeign þeirra, að hann greinir aðeins helgisiðabækurnar með heiti, en öðrum bók-
um skiptir hann í 2 flokka: norrænubækur og latínubækur, og kastar síðan á þær tölu,
en latínubækurnar þó ekki nema lauslega, því að þær eru nefndar svo: „Item nærri
hundraði latínubóka, annað eru tíðabækur.“ Það þarf ekki að efa, að hér sé átt við
stórt hundrað, og hef ég því í töflunni sett tölu þeirra um 110, en mér þykir nokkuð
líklegt, að með tíðabækur sé þarna átt við tíðabækur þær, sem áður eru taldar í mál-
daganum; latínubókasafn klaustursins hefur því verið allstórt. Svo sem til uppbótar
fyrir það, hvað máldaginn er afsleppur um bókagreiningu, veitir síðari tími manni
upplýsingu um það, hvernig bókasafti Helgafellsklausturs hafi liðið undir lok, en það
veit maður ekki um önnur íslenzk bókasöfn frá þessum tíma, sem varla munu þó hafa
orðið bráðkvödd, heldur koðnað niður í vanhirzlu, eins og gerist og gengur. Jón Guð-
mundsson, sem kallaður var lærði, segir svo í Braga sögu: „En áður en Helgafells-
bækur voru brenndar ásamt því öðru gömlu kirkjurusli á tveimur stórum og þremur
eldurn, fyrr en sá sami prestur fórst í vatninu, þá mátti, einkum hver latínu skildi,
mann þar margt fáheyrt og fróðlegt finna og fræði gömul sjá.“105 Prestur sá, er í
vatninu fórst, var síra Sigurður Jónsson, er dó 1624, og hefur brennan því verið haldin
fyrir það ár. Er sagan Ijót, ef Jón segir satt frá, sem ætli að vera, því að hann var
maður á bezta skeiði, er þetta gerðist, en staðfestir hins vegar, að Helgafellsklaustur
hafi átt gott latínubókasafn, eins og máldaginn hermir.
Ef bókasöfn þessi eru borin saman við erlend bókasöfn, sýnast þau í heild sinni
ekki standa samskonar norrænum söfnum að baki um bókaeign, en bókasafn Hóla-
dómkirkju virðist beinlínis að bókatölu til standa sæmilegum bókasöfnum þeirrar
tíðar á Evrópu-mælikvarða fullkomlega jafnfætis.
TILVITNANIR
1) Bréf Ciceros og ævisaga lians eftir Nepos. — 2) Horatius, Epistolarum, lib. I, xx, 1. og 2. vers.
— 3) Um þetta og fleira, er hér greinir, sjá Wattenbach: Schriftwesen im Mittelalter, Leipzig 1875.
— 4) Dahl: Haandbog i Bibliotekskundskab, 3. útg., II, 8. — 5) Ibid., 239. — 6) Janssen, Johannes:
Geschichte des deutschen Volkes, Freiburg i. Br. 1876, I, 84. — 7) Schniirer, Gustav: Kirche und
Kultur im Mittelalter, Paderborn 1927—1930, I, 380. — 8) Ibid. III, 328. — 9) Dahl: Haandhog,
II, 8. — 10) Ibid., 39. — 11) Ibid., 40. — 12) Ibid., 40-^U. — 13) Ibid., 157. — 14) Ibid. —
15) Ibid., 158. — 16) Ibid., 184. — 17) Ibid., 186. — 18) Ibid., 187. — 19) Ibid. — 20) Ibid., I, 16.
— 21) B. S. I, 848. — 22) Sturlunga (Kaalunds) II, 328. — 23) D. I. IX, 629. — 24) Dahl, I, 15. —
25) t.d. D. I. I, 255, II, 403, 666. — 26) t. d. D. I. II, 518, 575. — 27) t.'d. D. I. II, 69, 241. —
28) t. d. D. I. II, 577. — 29) t. d. D. I. II, 168, 541. — 30) D. I. V, 346. — 31) Alþingistíðindi 1909,
B II, 1929. — 32) D. I. III, 573. — 33) Ibid., 571. — 34) D. I. IV, 249. — 35) t. d. D. I.
II, 436, III, 161. — 36) D.I. III, 360. — 37) t. d. D. I. V, 284. — 38) D. I. V, 249 og víðar. —
39) D. I. II, 443 og víðar. — 40) 1525 átti Hóladómkirkja tvo texta búna með hvítt silfur og silfur-
texta með forgylltu spjaldi; sjá máldagann. — 41) 1525 átti Hóladómkirkja texta silfurbúinn og
smeltan, sbr. máldagann. Til eru tvö smelt textaspjöld úr kopar frá Grund í Eyjafirði í Þjóð-
menjasafni Dana (nr. 12574 a—b). — 42) Til eru þrjú textaspjöld úr tönn í Forngripasafninu í