Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 82
82
HALLBJÖRN HALLDÓRSSON
varð nálægt því átta breiddir aðaldráttanna í lágstöfunum. Hlutfallið á milli breiddar-
innar á algengum bókstaf meS tveimur aSaldráttum og einu bili, eins og t. d. 7í-i, og
þykktarinnar á línunni var því hér um bil sama sem þrír á móti átta og þannig sam-
svörun eftir gullinsniði. Þessi undirstaða stílmálsins brjálaðist að vísu bráðlega,
jafnframt því sem drættir letursins sveigðust og svipur þess breyttist. Snemma var og
farið aS minnka það til þess að spara pappír og svertu. Af þessu leiddi fljótlega hina
mestu ringulreið, því að kalla mátti, að hvert letur hefði sína stærð eitt saman, en
þetta gerði að verkum, að mjög erfitt var að hagnýta letrin bvert með öðru. Reynt
var til þess aS ráða bót á þessu að gefa stærðunum nöfn, er dregin voru af alþekktum
prentgripum, svo sem „Text“ af stærð letursins á lesmálinu (,,texta“) í biblíu Guten-
bergs, „Cicero" eftir letrinu á útgáfu Schoffers á bréfum Ciceros, „Corpus“ eftir
leturstærðirmi á einhverri fyrstu útgáfunni af „Stofni borgararéttar“ (Corpus juris
civilis), eða af röð stærðanna, svo sem „Mittel“ (,,mið“), er var í niiðið, þegar
stærðirnar voru taldar sjö, og hétu þær þá svo, ef talið var niður eftir frá hinni
stærstu: „Prima“ (,,fyrst“), „Secunda“ (,,önnur“), „Tertia“ („þriðja“, þá sama
stærð sem ,,Text“), „Cicero“, „Corpus“ og „Petit“ (,,lítill“) á frakknesku, en á ensku
„Brevier“ (,,bænabókarletur“). Þetta ráð dugði þó ekki til hlítar, því að letursmiðun-
um mældist misjafnlega, enda vantaði sameiginlegan mælikvarða, en ekki tókst að
finna hann fyrri en þeir Fournier og Didot, frakkneskir letursmiðir, tóku upp á því
að miða stærðirnar við konungsfetið frakkneska með því að skipta 1 „línu“ í því í 6
hluta, en 12 slíkir hlutar samsvöruðu hér um bil stærðinni „Cicero“, og var tylftar-
kerfið þar með lagt til grundvallar fyrir máli á stærðunum, en að því varð sérlega
mikiS hagræði, af því að svo margar tölur ganga upp í 12. Seint á nítjándu öld var
loks þessi eining stílmálsins, tólfti hluti úr „Cicero“, hnituð þannig við stikumálið
eftir tugakerfinu, að 1 stika skuli vera 2660 einingar („corps“ á frakknesku, „Punkt“
á þýzku), og má slík eining vel kallast „depill“, skammstafað: d., á íslenzku, því að
hún myndi ein á prenti hafa svipað flatarmál og depillinn í bókstafnum i í venjulegu
lesmálsletri. MeS stuðningi af þessu stílmálskerfi er nú hægt eigi að eins að fella
samari í verki letur allra stærða, er ákveðnar eru í samræmi viS það, heldur má einnig
mæla upp letur á prentgripum og finna með umreikningi milli mælikvarðanna, hvaða
leturstærðir notaðar hafa verið og hvort um sömu leturstærðir er aS ræða eða ekki,
þegar vafi getur á því leikið við lauslega athugun. Kunnugleika þarf þó með kunnátt-
unni við það verk, því að hætt er við, að gömlu nöfnin á stærðunum, sem enn er
haldið mörgum hverjum, valdi ruglingi, en þau þýða í rauninni dálítið annað nú
en áður. Nöfnin á stærðunum sjö, er áSur var um getið, tákna nú að svo miklu leyti,
sem þau eru enn tíðkuð, í sömu röð talið sem áSur: 28, 24, 16 (og 20), 14, 12, 10 og
8 d„ en áður oftast senr næst: 25, 22,5, 16, 12,5, 9 og 7,25 d„ og rná af þessu sjá, að
því fer fjarri, að breytingin hafi veriS regluleg. Eru nöfnin því villandi, og er þess
vegna í því, sem hér fer á eftir, haft fyrir nafn á hverri stærð orðið „depla“ með for-
skeyttu töluorði, er segir til um deplafjölda hennar: áttdepla, tídepla o. s. frv.