Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 83
FYRSTU LETUR í ÍSLENZKUM PRENTSMÍÐJUM
83
III
leturstærðir voru til afnota
Nú er að snúa sér að efninu: Hvaða leturgerðir
gömlu prentsmiðjunum?
Fvrst er þá að athuga prentsmiðju séra JÓNS sænska MatthÍASSONAR. Þar er að
vísu ekki hægt um vik. Að því hafa verið leidd álitleg rök. að JÓN biskup Arason hafi
fengið séra Jón til að koma með prentsmiðju sína hingað til Islands árið 1525 eða
1526.1 Mun hún þá liafa verið sett niður á Hólum og hafa staðið þar, unz séra Jón
fékk Breiðabólstað í Vesturhópi „um 1535“, en þá mun liann hafa flutt hana með sér
þangað. Segja heimildir, að Jón biskup Arason hafi látið hann prenta á Hólum
„handbók, sunnudagaguðspjöll, guðspjallabók og enn
fremur ,nokkur andleg kvæði . . . og ef til vill eitt eða
annað smárit1 eða ,má ske nokkurar fáeinar bækur
fleiri1 “, og víst er talið, að hann hafi látið prenta
„fjögur guðspjöllin“. er lögð voru í líkkistu BrynjÓLFS
biskups Sveinssonar og „biskup Jón gamli á Hólum
lét útleggja og þrykkja, sein hans formáli útvísar,“ og
Breviarium Holense, er mun vera „handbók“ sú, er
áður var minnzt á. Síðasta eintakið, sem til var af
þessari bók, fórst, svo sem kunnugt er, í Kaupmanna-
hafnarbrunanum árið 1728 með því, er þá fór að for-
görðum af safni Árna MagnÚssonar, og minningin
um hana varðveittist að eins í eftirriti af upphafi og
niðurlagi, er JÓN Olafsson úr Grunnavík gerði eftir
minni, sem og er kunnugt. Segir í niðurlaginu, að bók-
in sé prentuð 1. maí árið 1534. Að vísu halda sumir,
að ekki sé vel að marka ártal þetta, — um það geti eft-
irritarann hafa misminnt, því að hann líti út fyrir að hafa veriö ekki minnugur
a tölur, — en það er sízt meiri ástæða til að vera vantrúaður á það en trúaður, og
sýnist því mega hafa það fyrir satt, þar lil annað reynist sannara. Hvað sem því líður,
jiá er ekki til örmol af neinu riti, er prentað hefir verið á Hólum í tíð Jóns biskups Ara-
sonar, nema ef vera skyldi tvö blöð, sem C. M. Stenbock greifi fann í skinnspjöld-
um á íslenzku söguhandriti, komnu til Svíþjóðar frá íslandi árið 1681, og Isak
Collijn, ríkisbókavörður Svía, taldi vera úr Breviarium Holense, og leiddi hann að
því ýmis rök, einkum Iiókfræðilegs eðlis, og nægir hér að vísa til þess.
Nokkru skárra er ástatt um bækur þær, er prentaðar hafa veriö í prentsmiöju séra
Jóns Matthíassonar á BreiÖabólstað í Vesturhópi á tímabilinu frá því um árið 1535
þar til um árið 1572, er hún var fallin í arf til Jóns prentara, sonar hans, og mun
hafa verið flutt aftur að Hólum að tilhlutun Guðbrands biskups Þorlákssonar, er
hafði orðið eftirmaður séra jóns á Breiðabólstað. Frá þessu tímabili, sem er þó nær
1) Þorkell Jóhannesson: Prentlistin kemur til Islands, minningarritið „Prentlistir. fimm hundruð
ára“ árið 1940.
■<§f* ÖAnctivofcmim mm-
t'íne.Sn. ©crf m .uýitW
i{»fl.vq.Cí».cSlon«ct
Kefíaqirefrt* <Dfc»
m9 dpð 6<uð: »t quí
fcðti thtlcttm mort^rtð ttti
tifltalicirt coiim9; fl cttmtfs
Vttfllið tmmcttö9 ciuð intex'
«cffiom69 (i$ercm»r. pcr.
Jj 2ímnt. ^Juííue flotePit.
1 daií Cflfl.7. r.j.
(mpertot Ot>it
Hluti af jyrra dálki ajtari blaðsíðu
ú himi síðara af „tveimur blöðum“
með forstajnum P, hendi og
greinar-merki.