Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 84
84
HALLBJÖRN MALLDÓRSSON
ferfalt lengra en hitt, eru til einar tvær bækur og þó hvorug heil, sem sé: „Passio,
það er píning vors herra ]esú, í sex predikanir útskipt,“ (hér eftir kölluð ,,Píning“)
og „ . . . ein bók með collectum, pistlum og guðspjöllum í móðurmáli“ (venjulega
kölluð ,,Guðspjallabók“ að eins og svo hér). Hvor tveggja þessi hók er prentuð að
tilstuðlun eftirmanns Jóns biskups Arasonar, Olafs biskups Hjaltasonar, og munu
þær hafa verið ætlaðar í stað guðrækilegra hóka Jóns biskups Arasonar, sem álitið
er að útrýmt hafi verið af kappi. Hvorug þessara bóka er til hér á landi öðru vísi en
í Ijósprentun eins og „tvö blöð“. Elzta bókin, prentuð hér á íslandi, sem nú er til héi
i heilu lagi,3 er Jónsbók, Lögbók íslendinga, prentuð á Hólum af Jóni Jónssyni og
dagsett úr prentun fyrsta dag maímánaðar árið 1578, og vita menn þó um þrjár eða
& S2t
zezxzme.
^cfu r«JtfB>uoðptor/þa cb £2 faluittt þn ftuttn
Utt>ð/mc»dtanfltr«r«^c c&Ic/vr a\) &4icriu tfinc vitx Ih>b
höi
Neðsti hluti aj hlaðsíðu í Píningu með greinar-merki
og hendi aj sömu gerð og í „tveimur blöðum“.
fjórar, er þar hafi verið prentaðar árin 1575—1576. Er ein þeirra, Líjsins vegur, til
í Kaupmannahöfn í tveimur eintökum.
Með samanburði á þessum minjum frá elztu prentsmiðju landsins, „tveimur blöð-
um“, Píningu, Guðspjallabók og Jónsbók, hefir nú verið reynt að skyggnast inn í
þessa prentsmiðju til þess að öðlast hugmyndir af íefni hennar og áhöldum.
Um þær mundir, sem séra Jón Matthíasson flyzt hingað til lands, voru margir prent-
arar enn „farandi sveinar“, sem kallað var, og svo hafði verið allt frá því, er sveinar
Gutenbergs og félaga hans upphaflega, Fusts og Schöffers, flæmdust burt úr fæð-
ingarborg prentlistarinnar, Meginzu eða Mainz, í erkibiskupaskærunum árið 1462.
Með litla pressu, eitt eða fleiri letur að stærð eða gerð, ofurlítið af skrauti, svo sem
forstöfum og bókahnútum, dálítið af línolíu og furusóti til að sjóða úr svertu og fá-
einar bækur af pappír fóru þeir borg úr borg á meginlandinu og prentuðu hitt og
annað smávegis fyrir hvern, sem hafa vildi. I lok fimmtándu aldar höfðu til dæmis
fleiri en tuttugu og fimm þýzkir prentarar verið í Rómaborg, og met í slíku flakki
setti Hinrik frá Köln, sem fór prentandi um nær endilangan Ítalíuskaga. Stundum
settust þessir farandi prentarar að á einum stað eða öðrum um lengri eða skemmri
tíma. Er þess getið um einn, að hann var setztur að í Núrnberg, en var þá kallaður til
Leipzig, komst þar í mikið álit og varð að lokum rector magnijicus (forstöðumaður
1) Til eru í Landsbókasafni 4 öftustu blöð'in úr Catechismus, Hólum 1576 (sjá mynd á bls. 31), en
eigi er kunnugt urn nema eitt eintak af þeirri bók, sem varðveitt er í Fiskesafni, og vantar þó tvö blöð.
(Islandica xxix, bls. 66—68.) — F. S.