Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 87
FYRSTU LETUR í ÍSLENZKUM PRENTSMIÐJUM
87
sem gerðist á þeim tíma. Mæling á fyrirferð letursins á þykkt og breidd sýnir ekki
heldur meiri mun en svo, að hann gæti stafað af lílils háttar ónákvæmni við endurgerð
í Ijósprentuninni eða breytingu á flatarmáli pappírsins við þornun. Prentarar fyrri
tíma vættu pappírinn áður en þeir prentuðu á hann, og kastaði hann sér því nokkuð
á eftir, er hann þornaði. Ohreint letur er og nokkru fyrirferðarmeira á breiddina en
hreint, og munurinn er greinilega í því fólginn einvörðungu, að letrið á Píningu og
Guðspjallabók er örlítið fyrirferðarmeira á þann veginn en á „tveimur blöðum“. I
þessu liggur þó að sjálfsögðu engin sönnun fyrir því, að þau séu prentuð í sömu
«g.<ö’0 3D5ep3 2UH3£/
^Oðnnis icc). £apt.
foflntt'roa.Qqqbt *lefu8 tií pcr»r6 þ>u ruicr cpttf
lUCor.perur fncre ftcr rtí>/» (cir fan £.ctvtfucin cprcr ^tg
tába/fon <»t 3cfus clpiðöi/fflcr v »m Budíbmalttbt'a þa’j
fc>i a þns $rt'o(íc ícgit/og fabt./ocrra /tjucr cr fa 'ct þig pot
r»t>ur!foact>pctur lcitmr pcnau/fcigei rtl Jefu.'hccra/
þuab fKal fffií 3efU6 lel3,r fil cq »tJ at ^an Slijic
lil fjfeat cgécnt/þuab temnr p t?ií> þtgj mt'er cpt>
cr. fóa gicífu crl> r/?ba ameba! Protbvaua/ !>nn bcýr ctgt.
(Dg 3c|us fagbicigittl þns/^a bcvrcigi/ l^elltmr oil egac
þan $ltpe fo/nlfffeg tcm/fmabCcinur (?att>it> f-'tg! þcffi
«r fí terifim'ii/ei vm ftta $er vitnc/ og j?rta Ovvi$aí>c
vicr vúð
Neðri hluti aj blaðsíðu í Guðspjallabók með greinar-merki og forstafnum I aj
sömu gerð sem í „tveimur blöðum“.
prentsmiðju sem hinar bækurnar, en fleira kemur til greina. Eins og áður er sagt,
hefir prentarinn reynt að bæta upp fábreytni letursins með tilbreytni í forstöfum og
þess háttar skrauti. Nú er það eftirtakanlegt, að í Píningu eru hafðar tvær gerðir af
forstöfum og tvenns konar eftirtök, „greinirósir“ eða greinar-merki til að vekja eftir-
tekt á atriðaskiptum í lesmálinu, og að hvort tveggja þessara eftirtaka, mynd af hendi
og greinar-merki, eru á „tveimur blöðum“ og sömuleiðis önnur forstafagerðin, er
sumir kalla miðaldalegt munkaletur (mediævalgotisch), en er eiginlega sérstök stunga
af forstafaletrinu. Að vísu er ekki nema einn stafur sameiginlegur, en hann er líka
alveg eins að lögun og stærð í báðum bókunum. í Guðspjallabók eru eftirtökin ekki,
en hins vegar þrjár forstafagerðir, tvær sameiginlegar Píningu, miðaldalega munka-
letrið og önnur með endurreisnarsniði, latneskur stafur á skreyttum fleti í rang-
hverfum skurði, en hin þriðja af sama tagi sem ein af forstafagerðunum á „tveimur
blöðum“, sem eru þrjár, tveggja lína stærð af Sváfalækjarletri. forstafaletrið, sem
einnig er á Píningu, og forstafurinn I með sérstakri gerð, áþekkri munkaleturshástaf,
sem kemur fyrir á aflátsbréfa-auglýsingu, prentaðri í Svíþjóð unr árið 1490, og er ein-