Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 88
83
HALLBJÖRN HALLDÓRSSON
blöðungur sá, Articuli abbreviati, fyrsta prent á sænsku þar á landi. Forstafur þessi
raun þó hafa verið talinn heyra til forstafaletursins, er sameiginlegt er Píningu og
Guðspjallabók, miðaldalega munkaletursins, með því að drættir hans koma fram í
letri á sérkennilegri áletrun á þýzkum legsteini frá árinu 1585 með stungu af þessari
gerð, sem kölluð er myntaletur (numismatisch) í sumum letrabókum. Forstafur þessi
kemur víða fyrir í Guðspjallabók og virðist sums staðar hafa verið skorinn út í við,
af því að ekki hafi verið til na'gilega mörg eintök af honum úr stílmálmi (blýblend-
ingi). Að öðru leyti en því, sem nú hefir verið tínt til, verður ekki betur séð en að
sarna letur sé að öllu leyti á þessum bókum báðum úr prentsmiðju séra Jóns prentara
Matthíassonar á Breiðabólstað í Vesturhópi og á ..tveimur blöðum“. Samanburður
getur vitanlega ekki átt sér stað á bókstöfum, sem koma ekki fyrir á „tveimur blöðum“,
sem eru að öllu á latínu, en eru notaðir á Píningu og Guðspjallabók, sem eru á ís-
lenzku, svo sem um bókstafina k af gerð Sváíalækjarleturs, hangfjaðrað f og band-
stafinn eða skammstöfunina af oc (ok = og): 7, en af því, að ekki verður séð, að
þessir stafir skeri neitt úr að því leyti, sem þeir væru minna slitnir eða hreinni en hinir
bókstafirnir, mætti ef til vill með nokkurri dirfsku draga þá ályktun, að þeirra hefði
værið aflað til prentsmiðjunnar á tímabilinu frá því, að „tvö blöð“ voru prentuð, ef
þau hafa verið prentuð af séra Jóni Matthíassyni. og til þess, er Píning var prentuð,
og þau þá notuð við prentun á bókum þeim, er heimildir fullyrða að Jón biskup Ara-
son hafi látið (þýða og) prenta, en óneitanlega styrkir þetta heldur þá skoðun, að
þær hafi rétt að mæla. Þá skoðun styður það og, hversu líkur að stærð leturflöturinn
á Píningu (10,1X14,2) og Guðspjallabók (10,3X14,7 skorirl er leturfletinum á
,,tveimur blöðum“ (8,8X12,5) og raunar einnig að samsvörun, og bendir þetta jafn-
framt til þess, að öll þessi rit séu prentuð í prentþröng af sömu eða svipaðri stærð.
Ytir allt þetta heldur í áttina að þeirri niðurstöðu, að enda þótt líklega verði engan
veginn fullyrt með öruggri vissu, þá verði það að minnsta kosti ekki heldur fortekið
með réttum sanni, að „tvö blöð“ séu úr Breviarium Holense, prentuðu á Hólum í
Hjaltadal 1. dag maímánaðar árið 1534.
IV
Niðurstaða þessara athugana á prentgripum úr prentsmiðju séra Jóns Matthíasson-
ar er nú sú, að af þeim megi ráða, að hann hafi upphaflega verið farandi prentari, er
hafi átt sér litla prentþröng úr viði, sem hafi tekið samfellu (,,form“) af tveimur fjór-
blöðungssíðum með „própatríu“-stærð, og getað prentað þær í tveimur dráttum. Hann
hafi og haft til umráða eina stærð meginmálsleturs með Sváfalækjarletursgerð, eina
stærð hástafa með frumstæðri brotaletursgerð, þrjár gerðir forstafa eða fjórar, ef
„tvö blöð“ eru prentuð af honum, og tvær tegundir af eftirtökum, hönd og „greini-
rós“ eða greinar-merki. Mjög lítið hefir verið til af hverri þessara íefnistegunda, eins
og sjá má af því, hversu oft er skipt um forstafi jafnvel á sömu síðu, nema af megin-
málsletrinu. Af því virðist liafa verið til nægilega mikið til þess að setja úr sextán
síður eða allt að fjörutíu þúsund stílar, sem myndu hafa vegið nálægt sextíu vogir