Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 89
FYRSTU LETUR í ISLENZKUM PRENTSMIÐJUM
89
eftir nútímahlutfalli milli fyrirferðar og þunga leturs. Eftir því er ekki líklegt, að öll
prentáhöldin hafi verið öllu þyngri en svo, að þau hafi verið svo sem hóflegar klyfjar
á tvo tveggja grjónatunna hesta.
Svipuð þessu mun prentsmiðjan enn hafa verið, er Jón prentari, sonur séra Jóns
Matthíassonar, sem „prentsmiðju eftir hann erfði“, tók við henni og fluttist litlu síðar
þucr»t (Bnb dfl"ndgltg$ í*
Ocfum Cþri(?am t>or»t enburlauftiaajte
auf g«|íofl*(tn
fitt 251o‘d ot DredVt íileinrAr ðnöhgrA
ur»t«rutgor og f<aUr|te&u.
íbetto eru fierDetlia foetr portor ebur
gretner fem j fleilagre&tftttngu
Crocferofl pro rppþopt 03
Allf til en&o*
Qieíþriflo lop cg ^tfer ot eilq|ii
þxv<ft m ^olum-jip^oná^onof^
þan z4. SWArtij. ifyó*
með hana að Hólum, því að letrið úr
Breiðabólstaðarprentsmiðjunni er enn
við líði árið 1578, er Lögbók er prent-
uð, og notað á formálann, Bréf Magnúss
konungs, og á fyrirsagnir í fyrstu örk,
en annars er á bókinni nýtt brotaletur,
örlitlu stærra en gamla letrið. Onnur let-
ur koma þar ekki fram fyrir utan rúm-
lega luttugu og eins depils stórt brota-
letur, sem haft er með rómverskuin kapí-
tulatölum af miðaldaletursgerð að mestu
leyti, serkneskar tölur af svipaðri stærð
á útgáfuártalinu og brotaletur af nálægt
þrítólfdeplustærð á nafni bókarinnar.
Virðist það vera sama letrið sem það,
er síðar kernur fram á biblíu Guðbrands
hiskups, en hún er næst af þeim bókum,
prentuðum á Hólum, er athugaðar verða
hér á landi. Til skrauts eru sem fyrr
hafðir forstafir af ýmsu tagi, og eru í
Lögbók þrjár nýjar tegundir þeirra, að
stærð þriggja, fjögurra og átta lína, og
loks bókahnútar, sem finnast ekki í eldri
hókunum.
I síðast nefnda skrautinu örlar þegar
á forboða þess myndarskapar, er síðar
kemur berlega fram í allri hinni miklu
útgáfustarfsemi Guðbrands biskups Þor-
lákssonar og raunar nær hámarki undir
eins í biblíuútgáfu hans, sem er eitthvert hið stórmannlegasta fyrirtæki í sinni grein
hér á landi, ef fullt tillit er tekið til allra aðstæðna, og jafnvel þótt víðar væri leitað
eftir samanburði. Má og sjá, að þeim hefir verið mikið í hug í prentsmiðjunni á Hól-
um um þessar mundir, ef það væri satt, að gamla prentþröngin hafi brotnað í smátt,
eins og Guðbrandur biskup segir í bréfinu til PÉTURS Palladiuss árið 1576, en vænt-
anlega eru það ýkjur úr honum til þess að ýta betur á eftir þessum vini sínum til at-
hafna, enda þótt vera megi Iíka, að prentþröngin hafi brotnað, því að sjálfsagt hefir
Aftasta blaSsíðan, „oddinn“, af „frœðakveri“ Guð-
brands biskups með Guðspjallabókar-letrinu og
bókarhnút, skornum í við.