Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 95
FYRSTU LETUR í ÍSLENZKUM PRENTSMIÐJUM
95
Jertorcm.
©umaríur pfcr )3fatlfurmi mfu aö fíanða nafírpffr <8öf/tia 3<>5*
0ijöan cpfcr pfalltaran ©umariur pfcr 0aíflmoni6 ©afur c?. jj>u«M
tnifðantna ðoöur £cfarc fcattöc ttl goöa*
ptíjcft a 9?upttfelle af |one |one ftjnc/
pflrni XI* ^«9 ^anm^
Oddinn af síSara bindi Innihalds.
bakhlið v. blaðs í Ff. örk og á forhlið v. blaðs í Y. örk í Lögbók árið 1578. Af forna-
letri virðist ekki hafa verið til annað en hástafir þeir, er þurft hefir til þess að stíl-
letra rómverskar tölur á blaðsíðum og köflum. Auk þessa hafa svo verið skrautstílar.
að sumu leyti heil orð, skorin í við, orðstílar, svo sem nafn bókarinnar á titilblaðinu,
bókahnútar og prentmyndir, einnig skornar í við, bæði slakar og gerðar til að skeyta
saman, eins og í umgerðinni á titilblaðinu. Yfirleitt má segja, að prentsmiðjan hafi
verið stórmyndarlega búin að prentgögnum, enda er stórmannlegur og þó kunnáttu-
samlegur bragur á öllum prentlistarfrágangi bibliunnar eftir hætti þeirrar tíðar, og
mun þá stórmennskuna vera að eigna kostnaðarmanninum, Guðbrandi biskupi Þor-
lákssyni, en kunnáttuna prentmeistaranum, Jóni Jónssyni.
V
Eftir prentun biblíunnar hefir þeim, er fengizt hafa við rannsókn og ritun á sögu
prentlistarinnar á íslandi, þótt undarlega við bregða, því að bækur þær, er Guðbrand-
ur biskup gefur út næst á eftir og nú þekkjast, eru prentaðar á tveimur stöðum, Hólum
í Hjaltadal og Núpufelli í Eyjafirði, lénsóðali Jóns prentara. Þetta hafa þeir ekki
skilið. og mun það stafa af því, að þeir hafa ekki verið prentlærðir né leitað aðstoðar
kunnáttumanna og ekki heldur grafizt nægilega djúpt niður í viðfangsefnið, áður en
skýringa væri leitað. Þetta er þó ekki eins dularfullt og það lítur út fljótt á litið. Ef
ietrin á bókunum eru borin saman, kemur sem sé þegar í ljós, að á hvorum tveggja
eru sömu le'.rin sem á biblíunni. Skýringin á þessu er sú, að Jón prentari og Guð-
brandur biskup hafa skipt prentsmiðjunni á milli sín, þegar prentun biblíunnar var
lokið, og hefir þá Jón prentari flutt sinn bluta að Núpufelli og líklega haft einhverja
aí sveinunum eða og nemunum með sér, en hinir hafa verið eftir á Hólum við hluta
Guðbrands. Þetta var auðgert, af því að prentþröngvarnar hafa verið tvær, eins og
áður hefir verið getið til og nauðsynlegt var til þess, að prentun biblíunnar gengi eins