Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 101
FYRSTU LETUR í fSLENZKUM PRENTSMltíJUM
101
eða óvitandi hinni forngildu reglu um samsvörun, er fornspekingar vissu þegar deili
á og á miðöldum var kölluð „gullinsnið“ (1 : 1,618 :: 1,618 : 2,618) sakir þess, hversu
vel hún þótti jafnan fara. Samanval liðanna hefir þó auðvitað orðið að fara eftir
ástæðum: tídepla móti sextándeplu eða tólfdepla móti tvítugdeplu o. s. frv., en ekki
er ráðrúm til að greina það frekara
hér. Copftuíe. m.'
Auk letranna sjálfra hefir verið \ WSÆ'e/fcy i
til allmikið af forstöfum af ýmis-
legum gerðum, sumum ekki sem
hreinstíluðustum, og stærðum, svo
og talnastílum, bæði rómverskum,
eins og áður var á drepið, og
serkneskum og þá af gerð miðalda-
leturs, eins og þeir gerast enn, með
upp- og niður-lengingum, og enn
fremur strikum, sem á þeim tímum
voru raunar heldur fátækleg að
gerðum og stærðum. Þá hefir og
verið til nokkuð af „greinirósum“
og bókahnútum af ýmsum stærðum
og talsvert af prentmyndum, aðal-
lega trúarlegs efnis, auðvitað ein-
göngu eða því sem næst tréskurðar-
myndum með umdráttasniði, skorn-
um langviðis, eins og þá var siður,
en ekki í endatré, sem nú tíðkast
síðan á dögum tréskurðarmynda-
snillingsins enska, Thomasar Be-
wicks (1753—1828). Slíkar um-
dráttamyndir var auðvelt að lit-
prýða með því að fylla út í um-
drættina, enda var tíðurn gert svo.
Til dæmis eru myndir með slíkum
Frágangi í eintaki Landsbókasafns-
ins af Eintali sálarinnar, þýddu af
séra Arngrími Jónssyni lærða og
prentuðu á Hólum árið 1599, hvort sem það hefir komið svo frá prentsmiðjunni
eða myndirnar í bókinni hafa verið steindar af eigendum hennar síðar. Þá voru
og til. eins og áður er vikið að, smámyndir, er ráða mátti sainan í umgerðir; til
dæmis er Huggunarbœklingur prentaður með umgerð um hverja síðu árið 1600,
og markar umgerðin samsvörun leturflatarins að breidd og lengd eftir gullinsniði
(jæööan 09 SQwfiffrpfron fetir Jjíí
Nw I íQmOur/ cpter feirra SBtíta/ fo
öOí^ann vcgre ftrofffefiur.
GfUu
Blaðsíða úr Eintali sálarinnar með tréskurðarmynd a/
handaJ>votti. Pílatusar.