Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 104
JAKOB BENEDIKTSSON
íslenzkar heimildir í Saxo-skýringum Stephaniusar
i
í skýringum sínum (Notæ uberiores, skammstafað NU) við Saxo-útgáfuna 1645
hefur danski sagnfræðingurinn St. J. Stephanius notað ýmsar íslenzkar heimildir og
stuðzt við vitneskju frá íslenzkum mönnum, sem hann fékk sumpart beint, sumpart um
hendur Óla Worms. Hér á eftir verður reynt að gera nokkra grein fyrir þeim efnivið
sem Stephanius hefur haft úr að vinna, en til þess verður fyrst að rekja í stuttu máli
afskipti hans af íslenzkum fræðum.
Vitað er að Stephanius átti bréfaskipti við Arngrím lærða og Brynjólf biskup, en
öll eru þau bréf glötuð og ekki ainiað um þau kunnugt en það sem ráðið verður af
ritum Stephaniusar. En helzti ráðunautur Stephaniusar og hjálparhella í öllu sem að
íslenzkum fræðurn laut var Ole Worm, og í bréfaskiptum þeirra má fá töluverða vitn-
eskju um rannsóknir Stephaniusar og hvað honum varð ágengt í því að afla sér ís-
lenzkra heimilda.
í viðbæti við útgáfu mína af bréfaskiptum Worms og Islendinga (Bibliotheca Arna-
magnæana VIII eru teknir upp þeir kaflar úr bréfum Worms og Stephaniusar sem
varða íslenzk efni, og vísast hér í eitt skipti fyrir öll til skýringanna við þau. Hér
á eftir verður aðeins stiklað á stærstu steinunum.
Áður en Stephanius kom aftur úr námsför sinni til framandi landa hafði hann látið
prenta í Leiden nokkur rit sem snertu sögu Danaveldis, og var eitt þeirra 1. bók úr
Crymogæu Arngríms lærða (De regno Daniæ et Norvegiæ tractatus varii . . . Lugd.
Bat. 1629; Crymogæa er þar á bls. 356—500). Þessi fyrstu kynni Stephaniusar af ís-
lenzkum ritum urðu til þess að þegar hann kom heim til Danmerkur 1630 og varð pró-
fessor við akademíuna í Sórey, þá fékk hann strax óprentuð latínurit Arngríms um
sögu Norðurlanda (Supplementa) að láni á Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn,
og hafði Worrn milligöngu um það. Þetta er ljóst af bréfi Worms í okt. 1630 (Bibl.
Arnam. VII 340), en hitt er misskilningur sem haldið hefur verið fram (PEÓl. Menn
og menntir IV 196) að þar sé um að ræða athugasemdir við Saxo sem Arngrímur
hafi sjálfur sent Stephaniusi (uppskrift úr Supplementa Arngríms með hendi Ste-
phaniusar sjálfs er enn til í DG: 12—16, bl. 9 v, í Háskólabókasafninu í Uppsölum).
Fyrir milligöngu Worms sendi Stephanius Arngrími útgáfu sína á Crymogæu árið
1631 og skrifaði honum jafnframt (sjá Bibl. Arnam. VII 340), og árið eftir svaraði