Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 107
íSLENZKAR HEIMILDIR STEPHANIUSAR
107
rit samtíðarmanna og bréf þeirra. Skal nú gerð nokkur grein fyrir heimildum þess-
um.
1. Prentuð rit. Þau rit sem hér koma til greina eru þessi:
Rit Arngríms lærða. Af þeim vitnar Stephanius í Brevis commentarius (bls.
22—23, 24, 24—25, 25, 26, 172), Crymogæu (bls. 16, 134, 141, 2501 og Specimen
(bls. 31).
Rit Worms. Islenzkt efni hefur Stephanius aðeins fengið úr Literatura Runica
(1636). Þaðan er tekin ritgerð Magnúsar Olafssonar um fornan skáldskap íslenzkan
(bls. 12—13), rúnastafrof (bls. 14—15) og sitthvað um rúnir (bls. 45). Tilvitnanir
í Krákumál og Höfuðlausn (sjá hér á eftir) hefur Stephanius einnig getað sótt í Lite-
ratura Runica, en hann átti þessi kvæði líka í uppskriftum, og í tilvitnuninni í Höfuð-
lausn er a. m. k. sumt sótt í handritið.
Heimskringluþýðing Peder Clausspns. Hún er oft notuð, en textanum venju-
lega snúið á latínu eða hann endursagður (bls. 76, 90—92. 137—39, 160—61, 196—
97, 199, 201—02, 205, 206, 207, 208, 209, 215, 215—16, 228. 242—44. 2481.
2. Islenzk handrit. Aður hefur verið minnzt á vísnauppskriftir Magnúsar Ólafsson-
ar úr fornum ritum. Stephanius notar þær á þessum stöðum: bls. 19—20: úr Orkn-
eyinga sögu og Ólafs sögu helga (þessar vísur með skýringum sendi Worin Stephanius
í bréfi, sjá Bibl. Arnani. VII 352—53); — bls. 76: úr Ólafs sögu helga (sjá Den
store saga om Olav den hellige, bls. 951); — bls. 82: úr Bjarkamálum; — bls. 188—
89: úr Ragnars sögu loðbrókar og Krákumálum; — bls. 190—91: úr Ragnars sögu;
— bls. 192: úr Krákumálum. — Skýring sú sem Stephanius tilfærir á bls. 126 eftir
Magnúsi Ólafssyni á orðunum ‘skíði’ eða ‘öndrur’ er sennilega úr vísnaskýringum
hans, og gæti verið úr skýringu á einni vísu Sighvats í Ólafs sögu helga (78. vísu í
Den store saga um Olav den hellige, bls. 204). Að vísu er einmitt þetta erindi ekki í
vísnasafni Magnúsar í R: 702 í Uppsalabókhlöðu, en það er engin sönnun þess að það
hafi ekki getað verið í vísum þeim sem hann sendi Worm (sbr. Den store saga om
Olav den hellige, bls. 947 o. áfr.).
Áður hefur verið getið um tilvitnun Stephaniusar í skýringar Björns á Skarðsá
við Höfuðlausn (NU bls. 70) og ummæli hans um gátur Gestumblinda (bls. 125). —
Annálauppskrift þá sem hann fékk frá Brynjólfi biskupi notar hann tvisvar: bls. 187
(ár 810) og 224 (ár 1096), og kemur hvortveggi staðurinn heim við Resens-annál.
Af bréfum Worms og Stephaniusar sést að auk Uppsala-Eddu og latneskrar þýð-
ingar Magnúsar Ólafssonar á Laufás-Eddu hefur Stephanius eignazt enn eitt handrit
af Snorra-Eddu, sem hefur verið Laufás-Edda á íslenzku.1 Handrit þetta átti áður
Hans Resen biskup (f 1638), og svo virðist sem því hafi fylgt dönsk þýðing, að
minnsta kosti að nokkru leyti. Það er nú glatað, en eftir því og þýðingu Magnúsar
1) Sú gerð Snorra-Etldu sem venjulega er kölluð Laufás-Edda var eins og kunnugt er tekin sam-
an af Magnúsi Ólafssyni að undirlagi Arngríms lærða 1608—09, og var aðalheimild hennar Codex
Wormianus. Sjá Edda Sn. St. III, 1880—87, bls. CXI—CXIV. — Um nánari greinargerð fyrir því
sem hér fer á eftir vísast til Bibl. Arnam. VII 359—60 og 363—64 með skýringum.