Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 109
íSLENZKAR HEIMILDIR STEPHANIUSAR
109
erindin fyrir Stephanius og þá ef til vill haft íslenzka textann með sér frá Brynjólfi
biskupi, enda segir Resen (Edda 1665, bl. h 3 vl að þýðing Stefáns hafi verið gerð
1644.
Jón Helgason hefur sýnt fram á að Stephanius muni hafa átt handrit af Olafs sögu
helga og fleiri konungasögum sem nú er glatað (Den store saga om Olav den hellige,
hls. 1077—88). Handrit þetta átti síðar Magnus de la Gardie (sem eignaðist hand-
ritasafn Stephaniusar að honum látnum), og eftir því gerði Jón Rúgman sænska
þýðingu sem prentuð var 1670 (Norlandz Chrönika och Beskriffning). I NU, bls.
124—125, tekur Stephanius upp kafla úr „Chronica Norvagica“; sá kafli er úr Olafs
sögu helga, kap. 127, en kemur ekki heim við neitt handrit sem nú er kunnugt. Saman-
burður við þýðinguna í Norlandz Chrönika sýnir að kaflinn hlýtur að vera úr hinu
glataða handriti, og skulu báðir kaflarnir settir hér til að taka af öll tvímæli:
Notæ uberiores:
Kiettel Iamti heit madr, Son Anundar Iarls
aff Sparabo Trantheimi. Hand flydde firi Oi-
stein Ilrada, Suia Konung, austr om Kipl;
hand ruddi marker, og bygdi dar, som heiter
lamtaland. Item, Son Keittils het Thorir Hels-
ingir, er vid erkient Helsingaland tui ad hand
bygdi da en ad er Ilaraldr Harfagr ruddi ser
til Rikis.
Norlandz Chrönika:
Ketill ár een Man námbd med det Tillnam-
net Iampte, han war Aunund Iarls Son aff
Sparrbui i Trándheim. llan flydde för Konung
Eistein then lllráda, öster öfwer Kiöln, och
rádde ther Marken, och bygde ther, som nu
heeter Iempteland ... Ketils Sona-son heet
Thori Helsing; Aff honom har Helsingaland
sitt nampn, förty han bygde ther. Nár Harald
then Hárfagre inrymde sig i Rijket ...
Leshættir sem úr skera um þennan kafla (sbr. Den store saga om Olav den hellige,
bls. 3717—14) korna allir fram í sænsku þýðingunni: aff Sparabo (or S. hin hdr.); het
Thorir (var Þ. flest hdr., þrjú hafa het); Helsingaland (Helsingia- öll hdr. nema tvö);
tui ad (vantar í öll önnur hdr.); ruddi ser til Rikis (ruddi riki fyrir ser, hin, nerna
AM 68 fol.). Þarf því ekki að efa að þýðingin er gerð eftir sarna handriti og kaflinn í
NU er tekinn úr. -— í bréfaskiptum Stephaniusar og Worms er hvergi minnzt á þetta
handrit, svo að ekkert verður um það sagt hvaðan eða hvenær Stephanius hafi eign-
azt það, nema að það hefur verið í síðasta lagi 1644.
3. Óprentuð rit samtíðarmanna og bréj þeirra. I Prolegomena við Saxo-útgáfuna,
hls. 37—38, tekur Stephanius upp gagnrýni Arngríms lærða á Saxo eftir Supplemeji-
tum Historiæ Norvagiæ. Kafla þennan þenti Worm honum á í janúar 1645 (Bibl.
Arnam. VII 362). Stephanius ræðir ekki gagnrýni Arngríms, og hann hefur ekki tekið
tillit til útdráttar Arngríms úr Skjöldunga sögu, sem hann hefur þó efalaust lesið. Er
því um þetta eins háttað og um Knytlinga sögu, að Stephanius hefur ekki tekið af-
stöðu til þess sem íslenzkunr heimildum og Saxo bar á milli.
Stephanius notar tvö bréf frá Arngrími lærða í NU, annað skrifað Stephanius sjálf-
um 1632 (sjá hér að framan), hitt skrifað Worm 1637. Fyrra bréfið er nú glatað nema
kafli sá sem tekinn er upp í NU, bls. 141—42. Efni hans er upptalning norrænna guða.
Nöfnin eru úr Snorra-Eddu, og röð þeirra sýnir að þau eru tekin eftir nafnaþulunmn