Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 113
ISLENZKAR IIEIMILDIR STEPHANIUSAR
113
heimilda:1 bls. 39: At beidast viigss Bóta. At tacke Frænda sin i Siód. — 69: Ad
leggiast i Viiking. -—88: So senger (= segir) mier hugur um. — Frá Brynjólfi gætu
einnig verið runnin tvö orðatiltæki sem Stephanius vitnar til án þess að geta heim-
ildarmanns: bls. 107: At deyffa eggiar, og 114: At hpggua Strandhpgg. Tilgangslaust
er að ætla sér að kveða nánar á um hvaðan þessar setningar séu runnar, enda munu
þær tilfærðar eftir minni.
Á bls. 121 eru tekin upp eftir Brynjólfi tvö vísubrot „de Rhythmo, veteribus usitato,
Liód dicto“ (úr kvæði sem alkunnugt var til forna og kallað Ljóð): Fer mót fipndum
fipde (= fjöldi) ur Lannde ei sier óvnie (= óvini) innan gátta; — Vaka verdur
vægnreke (= vagnreki?) Sijst i Sueffne sigrast vargar. — Hvaðan þessi vísubrot eru
runnin verður nú ekki séð, og mér er ekki kunnugt um að þau komi fyrir annars
staðar.
I formála rits síns lýsir Saxo Islandi með nokkrum orðum, og við lvsingu hans
hefur Brynjólfur gert nokkrar athugasemdir sem Stephanius vitnar í. Um sömu efni
skrifaði Brynjólfur síðar rækilegar í ritgerð sinni Historica de rebus Islandicis relatio
(pr. i Bibl. Arnam. III; sbr. aths. þar bls. 47). Brynjólfur neitar því að til sé á ís-
landi uppspretta sem breyti öllu í stein (NU, bls. 23): gefur elztu lýsingu íslenzka
á Gevsi (þó án þess að nefna hann á nafn) og tilfærir sitthvað um hveri íbls. 23—24 );
lýsir nokkuð Heklu (bls. 24) og minnist á ölkeldu hjá Staðarstað (bls. 26L
Nokkrum sinnum er vikið að íslenzkri þjóðtrú, og lætur Brynjólfur yfirleitt ekki
uppi neina ákveðna skoðun á sannindum hennar. Hann segir frá þeirri trú manna
að gengt sé í jörð niður eða í hóla og björg, sé nógu hiklaust farið á eftir draug
eða öðrum yfirnáttúrlegum verum (bls. 55), og bætir við: „Fides penes auctores esto“
(ég sel það ekki dýrara en ég keypti). Skýringuna á orðinu chelæ hjá Saxo tengir
hann, án efa réttilega, við þá íslenzku trú að óskyggn maður geti orðið skyggn með
því að horfa undir hönd skyggnum manni (bls. 80—81). Loks getur hann um ýmsar
aðferðir til þess að koma í veg fyrir að dauðir menn gangi aftur: að brenna lík til
ösku, setja höfuðið við þjó, reka staur gegnum líkið (bls. 125). í smákafla um rúnir
(bls. 46) getur hann þess að átrúnaður fornmanna á töframátt rúna hafi orðið til
þess að kristnir menn hafi barizt gegn rúnum, einkum á dögum kaþólskunnar, og það
hafi valdið því að þær féllu í gleymsku, og bætir við: „De quo facto meum judicium
non requiri ut certö scio, ita libenter contineo“ fum þá staðreynd veit ég með vissu að
álits míns er ekki leitað, enda læt ég þess fúslega ógetið). Kemur hér í ljós sem oftar
í skrifum Brynjólfs álit hans á hirðuleysi fyrri alda um fornar minjar íslenzkar.
Nokkrar nafnaskýringar eru frá Brynjólfi runnar (bls. 31, 35, 54, 97, 1061, en þær
eru lítt merkar. Þó má geta þess að hann leiðréttir fbls. 106) Hpgrinium í Hpgrimum
og bætir því við um nöfnin Hpmodum og Hpgrimum að þau megi skrifa að íslenzk-
um hætti Hæmodum og Hægrimum, því að Islendingar beri fram æ sem ai þar sem
Danir hafi 0. Bendir þetta á nokkra athugun á skyldleika málanna, þó að ónákvæmt sé.
1) Tilvitnanir þær sem hér fara á eftir eru prentaðar með sömu réttritun og í NU, að því tind-
anskildu að ó er sett í stað ö, þar sem við á, og á í stað a.
8