Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 115
JÓN HELGASON
Bókasafn Brynjólfs biskups
%
1
Ura bókasafn Brynjólfs biskups Sveinssonar leikur meiri ljómi en uin nokkurt safn
annað sem einstakur maður hefur átt á Islandi. Því valda hinar frábæru skinnbækur
sem um eitt skeið voru í eigu hans og hann gaf síðan Danakonungi. svo sem al-
kunnugt er.
Hér verður ekki vikið að þessari hlið á bókasöfnun Brynjólfs biskups. enda hefur
áður verið dregið fram allt sem um hana verður rakið. Tilgangur þessarar ritgerðar
er að tína saman það sem unnt er að finna um prentaðar bækur í safni hans. Af
þeim hluta safnsins fór einnig mikið orð. enda eflaust betri bókakostur þá í Skál-
holti en nokkurs staðar annars á íslandi. En að vísu hefur safn biskups verið harla
smávaxið hjá því sem suinir miklir safnendur áttu í öðrum löndum, þar sem bækur
voru auðfengnari en á yzta hjara hins menntaða heims.
Þegar að því var komið fyrir biskupi að hann mundi senn leysa upp landtogin og
fara í armað ljós, tók hann að ráðstafa eignum sínum, þar á meðal bókum. Undarlegt
er að í bréfabókum hans eru engin gögn um það hvernig hann skipaði til um bækur
sínar, þó að annars sé þar fjöldi skilríkja um fjármuni hans og eignir. Aftur er ákvæða
hans um bækurnar getið í Fitjaannál (Annálar 1400—1300 II 233—34), Hestsannál
(sama rit II 503) og Biskupasögum Jóns Halldórssonar (I 300), alls staðar með sömu
orðum, enda sami höfundur að tveirnur þessara rita. Islenzkum bókum sínum skipti
biskup til helminga nrilli tveggja kvenna sér nákominna. Helgu Magnúsdóttur í
Bræðratungu og Sigríðar Halldórsdóttur konu séra Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ;
meðal þessara bóka nefnir Jón Halldórsson sérstaklega til „sögur og aðskiljanlegar
skrifaðar fræðibækur“. En latneskar bækur og grískar („og í öðrum tungumálum“
bætir Jón Halldórsson við I ánafnaði biskup eftir sinn dag kornungum syni Jóhanns
Kleins fógeta á Bessastöðum. Þess er getið að menn hafi haldið safnið eigi minna
en 1000 dala virði.
Annálar geta þessara tíðinda við árið 1673. Biskup var á þingi það sumar að vanda,
en Jóhann Klein „kom seint að landi og náði varla alþingi“. Þórður Daðason, eina
afkvæmi biskups á lífi og erfingi að Öllum eignum hans, dó í Skálholti 12. júlí,