Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 116
116
JÓN HELGASON
skömmu eftir að biskup hefur verið kominn heim. Kona Jóhanns Kleins ól son síðar
um sumarið, seint í júlí eða í ágústmánuði öndverðum (þrem vikum eftir alþingi
Annálar II 503, Biskupasögur J. Halld. I 300, Safn til sögu Islands II 754, fimm vik-
um . . . Annálar II 233). Þessu barni ánafnaði biskup bækurnar.
Það er alkunnugt að eftir lát Þórðar Daðasonar tók biskup að róa að því öllum ár-
um að koma meginhluta arfs síns undan réttum lögerfingjum undir séra Torfa frænda
sinn Jónsson, og fá staðfesting konungs á þessu tiltæki. Hann sparaði þá ekki fégjafir
til þeirra sem líklegir væru til að fylgja málinu (sbr. Safn Fræðafélagsins 12, bls.
279, 297), og Jóhann Klein var kunnur að því, að hann varð ætíð blíðkaður með
peningum ÍRikisréttindi íslands, 1908, bls. 140). Var það þá sem biskup gaf syni
fógetans þessa miklu gjöf? Eða kviknaði svona heit vinátta til fógetans og'afkvæmis
hans þegar þeir biskup hittust 5. ágúst 1674 að Reykjum í Olfusi? (Safn Frf. 12, bls.
295). Vér vitum það ekki, bréfabækurnar þegja alveg um gjöfina. En það er víst að
skömmu eftir að biskup er kominn aftur heim frá Reykjum lætur hann gera skrá yfir
bækur sínar latneskar og grískar.
Skrá þessi er aðalheimildin um bókaeign biskups. Hún er ódagsett, en stendur í
bréfabókinni (AM 281 fol, bl. 43v—47r) á milli tveggja bréfa sem annað er dagsett
26. ágúst, hitt 6. sept. 1674.
2
Hér fer á eftir bókaskrá Brynjólfs biskups 1674. Tölusetning bóka in folio er mjög
færð úr lagi í handritinu, tölurnar 25—26 tvísettar, og á eftir 39 haldið áfram 30—38;
niðurstaðan verður þá sú, að bækurnar í fyrsta flokki eru taldar 38 í stað 50. Meðal
bóka in qvarto er talan 36 tvítekin, svo að í þeirri deild verða 53 bækur að lokum
í stað 54. Þessar röngu tölusetningar eru lagfærðar hér. Aðrar villur eru leiðréttar
neðanmáls. Ekki er hirt um að benda á smáónákvæmni í bókatitlum ef bækurnar eru
samt sem áður auðþekkjanlegar.
CATALOGUS LIBRORUM
M. Brynolfi Svenonis Anno M DC LXXIIII
IN FOLIO
1. Biblia septuaginta interpretum, græca.
2. Josephus Flavius, nieré græcus.
3. 4. Plutarchus græcö-latinus duohus tomis.
5. Scholæ Petri Rami.
6. Chronologia Johannis Funccii.
7. Joannes Bocatius de genealogiis deorum.
8. Lexicon Scapulæ græco-latinum.
9.10. Hieronymiis Cardanus de suhtilitate et varietate, duobus tomis.
11.12.13. Galenus meré græcus, tribus tomis.
14. Schegius in Logicam Aristotelis.
15. Ejusdem in Physicam Aristotelis.