Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 125
BÓKASAFN BRYNJÖLFS BISKUPS
125
III 123. — Smetius, Henr. (1614) III 136. — Socrates Scholasticus (5. öld) III 60. — Sophocles
III 121. — Sprenger, Joh. Theod. (eftir 1668) IV 21. — Stapulensis, Jac. Faber (Jacques Le Févre
d’Etaples, 1537) I 37. — Statius (1. öld) I 36, IV 16. — Stephani, Henr. (Henri Estienne, 1598)
III 85. — Stephanus Byzantinus (5. öld) I 19. — Stigel, Joh. (1562) III 76. — Sturm, Joh. (1589)
III 66. — Swertius (Pierre-Francois Sweerts, 1629) I 47. — Svetonius Tranqvillus II 5. — Talæus
(Omer Talon, 1562 að sögn Jöchers, en La grande encyclopédie segir 1610) II 34. — Taurellus,
Nic. (1606) III 101, 115. — Telesius (Bernardino Telesio, 15881 I 42. — Teoricæ planetarum
III 8 (sbr. III 74). — Terentius III 119. —• Thaddeus, sjá Dionus. — Themistius (4. öld) II 41. —
Theocritus IV 6. — Theodoretus (5. öld) I 29. — Theophrastus (fgr.) I 18. — Theses variæ II 10.
— Thucydides I 30. — Tibullus III 9. — Tiletanus, Jodochus (J. Ravesteyn, 1570) III 130. —
Tollius, Corn. (1649) IV 5. — Trallianus, sjá Alexander. — Tremellius, Immanuel (1580) I 43—44.
— Unio dissidentium III 111. — Uranius, Henr. (16. öld) III 21, 24. — Valerianus, Pierius (1558)
I 24—25. — Valeriis, Valerius de (16. öld?) II 36. — Valerius, Corn. (1578) III 96. — Valesius,
Franc. (16. öld) III 91. — Valla, Laurentius (1465) III 10. — Vandalinus (Hans Wandal, 1675)
II 49. — Vellejus Paterculus (1. öld) III 82. — Verenbergius (Jacob Weremberg?, 1622) II 19.
— Veronensis, sjá Lombardus. — Vesalius, Andr. (1564) I 22. — Wheare, Degory (1647) IV 23. —
Victorinus, Cajus (4. öld) III 102. — Winding, Rasmus (1684) II 27. — Worai, Ole (1654) I 46.
-— Zambertus, Barth. (eftir 1500?) I 31.
Það væri ærið efni í sérstaka ritgerð að grafast fyrir um áhugamál Brynjólfs bisk-
ups eins og þau birtast í þeim bókum sem hann hafði kjörið sér að förunautum á
lífsleiðinni. Hér er enginn kostur að gera því efni hæfileg skil. Aðeins skal vikið að
fáeinum atriðum.
Skráin er auðsjáanlega einskorðuð við bækur á grísku og latínu, og undantekning
ef aðrar eru teknar ineð. Biskup hlýtur að hafa átt miklu fleiri bækur, ekki aðeins á
íslenzku heldur einnig á öðrum þjóðtungum. Jafnvel þó að gert sé ráð fyrir að hann
hafi lítt hirt um bókmenntir hinna nýrri þjóða, er óhugsandi að hann hafi verið
alveg snauður á því sviði. Það nær t. d. engri átt að hann hafi dvalizt svo í Danmörku
árum saman að hann hafi engar bækur eignazt á dönsku, svo að nefnt sé nærteknasta
dæmið. Eins hlýtur lúterskur biskup á 1/. öld að hafa átt eitthvað af þýzkum guðs-
orðabókum, t. d. rit eftir Lúther sjálfan.
Meðal hóka í skránni ber að sjálfsögðu mikið á sígildum höfundum grískrar og
rómverskrar fornaldar, og í annan stað á skýringum og athugasemdum við rit þeirra
eftir húmanista síðari alda. En ef betur er aðgætt, reynist skráin þó undarlega skörð-
ótt á þessu sviði. Það er hægðarleikur að nefna til ýrnsa hinna fremstu höfunda sem
vantar: Æschylos, Xenophon, Livius, Sallustius, Tacitus . . . Sumt er ekki einleikið.
Er hugsanlegt að sjálfur Hómer hafi ekki verið til í Skálholti? Getur verið að biskup
hafi ekki átt Vergilius, ekki einu sinni Eneasarkviðu?
Um gríska málfræði hefur biskup átt nokkurar handbækur, en ekki er ástæða að
staldra við nema eina. Torfi Jónsson segir frá því, og her biskup sjálfan fyrir, að
árin 1629—-31, þegar hann var heima hjá foreldrum sínum að Holti í Önundarfirði,
læsi hann „dyggilega gervalla grammaticam græcam Clenardi cum notis Antesignani
et Sylburgii 16 sinnum“ (Biskupasögur J. Halld. II 339-^-40, komman sem þar er sett
á eftir notis á að falla burt). Þetta er sama bók og II 52 í skránni. Af austurlanda