Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 134

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 134
134 JÓN JIELGASON hann héldi réttari. En (að sögn manna) afsakaði hann sig með hæversklegum orðum þar um að úrskurða. Samt má hér af sjá, í hverju áliti hann hafi fyrir sinn lærdóm verið hjá hálærðum mönnum Utanlands“ (Biskupasögur J. Halld. I 281). Síðari menn hafa naumast minnzt svo á Brynjólf biskup að ekki hafi skotið upp þessari frægðar- sögu (sem að vísu hefði verið biskupi til meiri sórna hefði hann treyst sér til að útkljá deiluefnið). Stundum hefur hún þá verið löguð til og við hana bætt. „Þegar tveir fræðimenn við hirð Danakonungs gefa út deilurit um guðfræðilegar hártoganir, verða þeir sammála um að biðja Brynjólf Sveinsson í Skálholti að skera úr þrætunni“ segir Guðmundur Kamban (Skírnir 1929 bls. 38 I. Jón Halldórsson nefnir ekki neitt slíkt samkomulag. Fyrir sögn Jóns Halldórssonar er sá flugufótur að bæði Lange og Meibom sendu biskupi rit eftir sig, eins og drepið var á fyrr i þessari ritgerð (bls. 70), en báðir að vísu í sambandi við önnur erindi. Lange sendi tvær bækur sumarið 1657 svo sem í vinsemdar skyni um leið og hann þakkaði stórfellda handritagjöf biskups til bóka- safns konungs. Meibom leitaði aðstoðar biskups sumarið 1662 er Þormóður Torfason var sendur til Islands að afla konungi fleiri handrita, og sendi honum jafnframt rit eftir sig. En deila þeirra Lange og Meiboms snerist eins og áðan var sagt um stærðfræði. Það má vel vera að báðir þessir höfundar hafi í bréfum sínum til Brynjólfs biskups sagt eitthvað á þá leið að þeim þætti mikið undir hvern dóm svo nafntogaður lær- dómsmaður legði á. Það vantaði ekki kurteisina og fagurgalann á þeirri öld, ef svo bar undir. Hitt er augljóst mál að í reyndinni voru engar likur til að mikið væri að marka úrskurði Brynjólfs biskups í stærðfræðilegum deilumálum, enda hefur engum komið til hugar að nefna hann til slíkrar gerðar. Hann segir líka sjálfur berum orðum í svarbréfum sínum að hann hafi ekki skilið bækurnar nema til hálfs. en ber annars óhemju lof á höfundana eins og hans var vandi, að vísu öllu meira á Meibóm, sem talið er að hafi haft rangt fyrir sér. Það er auðsætt að Jón Halldórsson hefur villzt á tveim deilum Villums Lange, ann- arri við Meibom, hinni við Wandal. En þegar þeir Lange og Wandal þrættu um pín- ingardag Krists fer því svo fjarri að þeir hafi leitað úrskurðar Brynjólfs biskups, að hvorugur hefur einu sinni sent honum rit sitt. Annars hefði biskup ekki verið að kaupa þessi rit af Moltke 6—8 árum eftir að þau komu út. Finnur biskup Jónsson hefur ef til vill haft hugboð um skekkjuna í frósögn föður síns. Hann segir að vísu, að þegar deilan var milli Lange og Meiboms hafi báðir sent Brynjólfi biskupi rit sín og reynt að fá hann á sitt band. En hann sleppir því, að ágreiningurinn hafi verið um píningardag Krists (Hist. eccl. Isl. III 631). 7 Þess eru nokkur dæmi í bréfabókunum að biskup felur íslenzkum stúdentum er honum höfðu verið handgengnir að grennslast eftir bókum í Kaupmannahöfn eða kaupa handa sér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.