Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 134
134
JÓN JIELGASON
hann héldi réttari. En (að sögn manna) afsakaði hann sig með hæversklegum orðum
þar um að úrskurða. Samt má hér af sjá, í hverju áliti hann hafi fyrir sinn lærdóm
verið hjá hálærðum mönnum Utanlands“ (Biskupasögur J. Halld. I 281). Síðari menn
hafa naumast minnzt svo á Brynjólf biskup að ekki hafi skotið upp þessari frægðar-
sögu (sem að vísu hefði verið biskupi til meiri sórna hefði hann treyst sér til að útkljá
deiluefnið). Stundum hefur hún þá verið löguð til og við hana bætt. „Þegar tveir
fræðimenn við hirð Danakonungs gefa út deilurit um guðfræðilegar hártoganir, verða
þeir sammála um að biðja Brynjólf Sveinsson í Skálholti að skera úr þrætunni“ segir
Guðmundur Kamban (Skírnir 1929 bls. 38 I. Jón Halldórsson nefnir ekki neitt slíkt
samkomulag.
Fyrir sögn Jóns Halldórssonar er sá flugufótur að bæði Lange og Meibom sendu
biskupi rit eftir sig, eins og drepið var á fyrr i þessari ritgerð (bls. 70), en báðir
að vísu í sambandi við önnur erindi. Lange sendi tvær bækur sumarið 1657 svo sem
í vinsemdar skyni um leið og hann þakkaði stórfellda handritagjöf biskups til bóka-
safns konungs. Meibom leitaði aðstoðar biskups sumarið 1662 er Þormóður Torfason
var sendur til Islands að afla konungi fleiri handrita, og sendi honum jafnframt rit
eftir sig.
En deila þeirra Lange og Meiboms snerist eins og áðan var sagt um stærðfræði.
Það má vel vera að báðir þessir höfundar hafi í bréfum sínum til Brynjólfs biskups
sagt eitthvað á þá leið að þeim þætti mikið undir hvern dóm svo nafntogaður lær-
dómsmaður legði á. Það vantaði ekki kurteisina og fagurgalann á þeirri öld, ef svo
bar undir. Hitt er augljóst mál að í reyndinni voru engar likur til að mikið væri að
marka úrskurði Brynjólfs biskups í stærðfræðilegum deilumálum, enda hefur engum
komið til hugar að nefna hann til slíkrar gerðar. Hann segir líka sjálfur berum orðum
í svarbréfum sínum að hann hafi ekki skilið bækurnar nema til hálfs. en ber annars
óhemju lof á höfundana eins og hans var vandi, að vísu öllu meira á Meibóm, sem
talið er að hafi haft rangt fyrir sér.
Það er auðsætt að Jón Halldórsson hefur villzt á tveim deilum Villums Lange, ann-
arri við Meibom, hinni við Wandal. En þegar þeir Lange og Wandal þrættu um pín-
ingardag Krists fer því svo fjarri að þeir hafi leitað úrskurðar Brynjólfs biskups, að
hvorugur hefur einu sinni sent honum rit sitt. Annars hefði biskup ekki verið að
kaupa þessi rit af Moltke 6—8 árum eftir að þau komu út.
Finnur biskup Jónsson hefur ef til vill haft hugboð um skekkjuna í frósögn föður
síns. Hann segir að vísu, að þegar deilan var milli Lange og Meiboms hafi báðir sent
Brynjólfi biskupi rit sín og reynt að fá hann á sitt band. En hann sleppir því, að
ágreiningurinn hafi verið um píningardag Krists (Hist. eccl. Isl. III 631).
7
Þess eru nokkur dæmi í bréfabókunum að biskup felur íslenzkum stúdentum er
honum höfðu verið handgengnir að grennslast eftir bókum í Kaupmannahöfn eða
kaupa handa sér.