Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 136
136
JÓN HELGASON
í skránni 1674 er Josephus Flavius talinn (I 2), en hvorki Livius né Lipsius. Þó
má sjá af bréfum biskups til Jörgens Seefeldts 1656 og 1657 að eitt verk Lipsiusar
hefur þá verið í höndum honum (Safn Frf. 12, bls. 77—79, 105—6). Arni Magnússon
getur þess að þegar hann eignaðist handritiS AM 748 I, 4to var þaS innsaumaS í
pergamentsblaS úr söngbók, „sem vered hafdi fyrrum kápa utanuin nockur Lipsii
opera in 4to majori, óefad in Bihliothecá Bryniolfi Svenonii“ (Katalog over den
Arnamagnæanske hándskriftsamling II 174).
Biskup skrifar Gísla Vigfússyni til Kaupmannahafnar 1. ágúst 1668, prentaS í
Safni Frf. 12, bls. 235—37. Biskup hefur faliS honum á hendur árinu áSur aS grennsl-
ast eftir tveimur bókum handa sér og hefur nú fengiS aSra, Etymologicon eftir (Gerh.
Joh.) Vossius, senda meS Eyrarbakkakaupmanni, en vantar ennþá (Dionysius) Hali-
carnasseus. Hvorug bókin er í skránni 1674, heldur ekki sú sem biskup kveSur komna
sér í hendur.
Loks skrifar biskup Teiti Péturssyni 19. júlí 1669, einnig til Kaupmannahafnar
(Safn Frf. 12, bls. 244—45). Teitur hefur sent honurn á Eyrarbakka bókakistil sem í
var Ovidius í þremur bindum, Lucanus og Svetonius, svo og bréf um læknisfræSi er
þeim Th. Bartholin og Burrusi (þ. e. Franc. Giuseppe Borri ) höfSu fariS á milli (sbr.
Ehrencron-Miiller Forfatterlexikon I 534). í bókaskránni 1674 er Ovidius (IV 10—
12), en hinar bækurnar ekki. Enn fremur hefur Teitur sent biskupi lítiS registur bóka
er þá voru til kaups, og nefnir biskup ýmsar er sér væri kært aS kaupa og fá, framar
öllu Diogenes Laertius, „og lated alunera under banded, og slá og binda þiett, þui
þessar eru litt bundnar sem sendud“. Ekki er kunnugt hvort Teitur gat útvegaS neina
þessara bóka, en þaS er víst aS í skránni er enga þeirra aS finna, nema ef vera skyldi
aS tvö rit eftir Qvintilianus (III 65, 114) ættu heima í þessum flokki.
8
Stundum er þess getið í bréfabókunum að Brynjólfur biskup hafi eignazt bækur á
íslandi:
í AM 268 fol nr. 265 er uppskrift staðfest í Skálholti 15. júlí 1653 á svohljóðandi
skjali:
Medkenijng Sra. Bodvars St.s. uppa lexicon.
Kennest eg vnderskrifadur mig feinged haffa til fullkomlegrar eignar biskupenum M. Brynjolfe
Sueinssyne Lexicon trilingve in folio, sem eg vtsendt hefe ad umbinda j Kaupenhaffn med Vest-
manneya kaupmannj Niels Clemussyne og er extract Roberti Stephani. Skal biskupenn sialfur
betala banded og standa sier fyrer skulld og skada eff bokenn kann ecke aptur ad koma fyrer
eirnra edur annara forfalla saker. Til vitnis myn handskrifft hier vnderskrifud ad Skalholte þann
8 Julij 1653. (Vnderskrifad nafn) Bodvar Sturiason egh.
Böðvar Sturluson var þá prestur í Vestmannaeyjum, síðar á ValþjófsstaS. Lexicon
trilingve er í bókaskránni 1674 (I 45).
MeSal útgjalda biskups á alþingi 1663 er talið „Einari Torfasyni fyrer Ciceronem
x Rixd.“, AM 274 fol, nr. 235. Þetta gæti verið sama bók og II 1—2 í skránni 1674.