Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 144
144
JÓN HELGASON
gyðjunum, hefur engu
meiri gifta fylgt bóka-
gj öfinni en mörgum
tiltektum biskups öðr-
um. Um afdrif bók-
anna er ekki öðrum
heimildum til að
dreifa en orðum Árna
Magnússonar í bréfi
til Þormóðs Torfason-
ar 1698 (Arne Magn-
usson Brevveksling
med Torfæus 223).
Þormóður var að
hugsa um að gefa R.
Meier etazráði bækur
sínar, en Árni letur
þess: hann sé „alld-
rænn miög og fallz
von ad fornu tre,
verdur þá allt þetta
sellt á auction eda
giört maculatur af,
þvi vist er þad ad
sonurinn eingu qveri
bíhelldur, alíka og
fór um bækur Mag.
Bryniolfs“ (saman-
burðarsetningunni er
í frumbréfinu aukið
inn utanmáls). Það sem enn kann að vera til af bókum biskups er sennilega dreift víðs
vegar.
Fyrir nokkurum árum fann Jakob Benediktsson eina bók úr safni Brynjólfs biskups
i háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn; það var Photius á grísku, I 33 í skránni 1674.
Þessa bók hefur Brynjólfur eignazt 1638; af miða í henni sést að hún var keypt
til háskólabókasafnsins 1732 (Bibliotheca Arnamagnæana III 51).
Þá gat verið ástæða til að spyrja hvort fleiri bækur biskups hefðu lent í sama safni.
Ég hef leitað þeirra sem taldar eru í skránni 1674 og ætla mig hafa gert það svo vand-
lega að ólíklegt sé að nokkur bók hafi smogið um möskvana, þó að seint verði synjað
fyrir slíkt með öllu. En árangur varð sama sem enginn: aðeins ein bók fannst í viðbót.
Það er Henr. Stephani Schediasmatum variorum . . . libri tres (þ. e. liber qvartus,
Titilblaðsmynd úr verkum Photiusar, Librorum qvos legit Photivs patri-
archa excerpta et censurae, Avgvstae Vindelicorum (þ. e. Augsburg),
1601, eintak í háshótabókasafninu danska. Brynjóljur Sveinsson hejur
skrijað jangamark sitt og ártal í tvennu lagi: utan við borðann með
brúnu bleki og undir honum með grænu. Á öðrum stað á titilblaðinu
stendur krot sem víst á að lesa: 6 rdr., og er það þá kaupverðið.