Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 147
BÓKASAFN BRYNJÓLFS BISKUPS
147
árum, og koma þar jiiður orð hans að hann heitir á Svíakonung að veita Giikkjum
fulltingi, þá er hann hafi lokið styrjöldum sínum með fullum sigri. En hafi Romanus
nokkuru sinni gert sér í hugarlund að slíkt mætti verða, leið ekki á löngu að það von-
arljós slokknaði er konungur féll árið eftir. LJm afdrif Romanusar mun allt ókunnugt.
Haldið er að hann hafi samið málfræði sína á Frakklandi, og hafi hann þá verið
þangað kominn eftir 1638, en aldursrökin eru, sem fyrr segir, naumast óyggjandi,
og sumt gæti fremur bent í þá átt að ritið væri gert áður en hann lauk ferðum sínum.
Þess má geta að hann vitnar stundum lil samanburðar i aðrar lifandi tungur sem
hann hefur þekkt: frönsku, ítölsku og spænsku, en aldrei í þýzku.
Á miða í handritinu að málfræði Romanusar er sagt að hann hafi verið af hettu-
munkareglu („ex ordine Capucinorum“). Sé það rétt, verður víst að gera ráð fyrir
að hann hafi snúizt til rómversk-kaþólskrar trúar. „Ég hef mikla ást á hettumunkum"
er ein þeirra grísku setninga sem fyrir koma í bókinni I bls. 14; önnur setning um
hettumunka bls. 112 ).
Það er augljóst að Romanus hefur brugðið sér til Kaupmannahafnar frá Norður-
Þýzkalandi. Sízt er að kynja þó að hýrnaði yfir þessum mædda ferðalangi, sem í tólf
ár hafði knúið hurðir þjóðhöfðingjanna árangurslaust, þegar hann rakst óvænt á hinn
mikla grískukúrista undan heimskautsbaugnum sjálfum, mann sem kynnt hafði sér
verk hinna fornu spekinga af þjóð hans og gat komið fyrir sig orði á sameiginlegu
máli þeirra. Ugglaust má gera ráð fyrir að Romanus hafi verið svo lesinn í forn-
grísku að orðavalið hafi ekki orðið viðræðunum til stórkostlegs tálma. Auk þess hafði
hann verið svo lengi í Vestur-Evrópu að hann hefur ekki komið ókunnuglega að þeim
hljóðunr sem þar voru tíðkuð er lesin var gríska. Engu að síður má það mikið vera
ef ekki hefur stundum reynt heldur freklega á skilninginn. þegar annar talaði með
framburð úr Þessalóníku en hinn úr Onundarfirði.
(Hér fyrir framan er prentað V-i á bls. 80, tvívegis á bls. 81 og einu sinni á bls. 84, |iar sem handritið
hefur strikað j. Svigar standa, í stað oddklofa, um stafi sem gleymzt hafa úr 703, 733 og 8525).