Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 148
SIGFÚS BLÖNDAL
Frönsk skáldsaga með íslenzk-býzantínsku efni
Skáld af ýmsum þjóðum hafa stundum tekið sér til yrkisefnis lífið í Miklagarði á
stórveldistíma Grikkja á miðöldunum, við hina glæsilegu hirð keisaranna þar, í
stærstu og auðugustu borginni. sem þá var til í Norðurálfunni. Og eðlilegt er, að
norræn og ensk skáld hafi þá fléttað inn í þesskonar skáldrit sögnunum um hina frægu
lífvarðarsveit keisaranna, Væringjana, sem framan af var norræn en síðar ensk.
Hér skal getið um franskt skáld, sem hefur samið skáldsögu um íslenzkan Væringja
og ást hans við tigna konu í Miklagarði. Það er Hugues Le Roux (1860—1925), góð-
kunnur rithöfundur. Bók hans heitir Les aimants byzantins (Elskendurnir í Mikla-
garði ), og kom hún út í París árið 1897.
Höfundurinn segir frá því í formálanum, að hann hafi verið á ferð í Noregi árið
1893, og orðið mjög hrifinn af gömlu sögunum um norræna víkinga og ferðir þeirra.
Þegar hann svo kom aftur til Parísar, hafi hann hitt hinn fræga sérfræðing í sögu
Miklagarðs, býzantínistann Gustave Schlumberger, sem hafi bent sér á rússneskan út-
drátt (eða þýðingu) á Spesar þætti í Grettlu um ástir Þorsteins drómundar, bróður
Grettis, við gríska konu að nafni Spes. Le Roux sá, að hér var gott yrkisefni; hann
hefur notað kjarnann í sögunni en víkur mjög frá henni. Hann tileinkar svo Schlum-
berger bókina með fallegum formála, og getur þess, að hann hafi líka notað efnið í
hundnu máli sem texta við óperu, sem tónskáldið Henry Woollett hafi samið.
Það er talsverður skáldskapur í þessari bók, en í rauninni eru afbrigðin frá íslenzku
sögunni svo mikil, að sagan verður alveg ný.
Eins og fræðimenn vita, er almennt álitið, að Spesar þáttur sé í rauninni farand-
saga, sem hafi farið Iand úr landi, og eitt aðalatriðið, að kona, sem er sökuð um skír-
lífisbrot, hreinsar sig með tvíræðum eiði, sem er réttur bókstaflega en rangur í raun-
inni, og er i Trístrams sögu alveg eins að farið. Hins vegar er það áreiðanlegt, að Þor-
steinn drómundur hefur verið bróðir Grettis, verið í Væringjaliði, fengið þaðan við-
urnefni sitt (drómundur = dromón, Spóguiv, grískt herskip), og hefnt bróður síns með
því að vega banamann hans, Þorbjörn öngul.
Við skulum nú sjá, hvað Le Roux gerir úr þessu.
í skáldsögunni er fyrst lýst því, að Dromund — svo nefnir höfundurinn hann alltaf