Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 151
SIGURÐUR NORDAL
Frá meistaraprófi Gríms Thomsens
i
Grímur Thomsen hefur orðið íslendingum svo hugfólginn fyrir skáldskap sinn, að
mörgum er forvitni á að þekkja hvert smáatriði úr ævi hans og störfum, sein að öðr-
um kosti mundi hafa verið gefinn minni gaumur. Því tel eg ekki einskis vert að skýra
hér frá heimild, sem mér hefur borizt í hendur, um meistarapróf hans og víkja um leið
að bókfræðilegri sögu ritgerðar þeirrar, sem hann samdi til prófsins.
Bókin, sem Grímur varði fyrir meistaranafnbót (sem síðar var látin jafngilda dokt-
orsnafnbót), Orn Lord Byron, er alkunn og í margra manna höndum. Hinu munu
færri hafa veitt athygli, að hún er til í tveimur mismunandi gerðum, þótt prentaðar
séu samtímis og bókin sjálf (1—240 bls.) samhljóða í báðum. Önnur þeirra er úr
garði gerð samkvæmt kröfunum til prófritgerðar, og hafa varla verið prentuð öllu
fleiri eintök af henni en Grímur þurfti að afhenda háskólanum og hafa til gjafa. Aftan
við hana eru tvö blöð, og er hið fyrra sjálfstætt titilblað: Theses, dissertationi Danicæ
de Byrone annexæ, quas ad jura magistri artium in Universitate Havniensi rite obtin-
enda die XXIX April., respondente ornatissimo M. Wad, theol. cand., publico erudit-
orum certamini subjiciet Grímur Thorgrímsson Thomsen. MDCCCXLV. Á síðara blað-
inu, fyrri bls., eru Tlieses Gríms, sex að tölu. — En Grímur hefur ætlazt til þess og
haft von um, að bókin seldist eitthvað meðal almennings fram yfir það, sem venja
var um slíkar ritgerðir, og gæti það létt undir kostnaði hans af prentun hennar. Þess
vegna lét hann gera annars konar útgáfu. Framan við hana er blað með sex myndum
af Byron, og er þess getið á titilblaði: Med 6 Portraiter aj Byron. Þar er blöðunum
með Theses sleppt, því að þær áttu ekkert erindi til ahnennings. Enn fremur er þar
sleppt fortitilblaðinu, vegna myndablaðsins framan við. I fyrri gerðinni eru fjögur
blöð án blaðsíðutals framan við bókina: tvö titilblöð, formáli á einu blaði, leiðrétt-
ingar á prentvillum á hinu fjórða. I síðari gerðinni eru þessi blöð ekki nema tvö (auk
myndablaðsins I : aðaltitilblað og formáli, en blaðið með leiðréttingunum flutt aftur
fyrir, þar sem Theses eru í fyrri gerðinni.