Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 156
156
SIGURÐUR NORDAL
konar ritstörfum? Þau hefðu reyndar verið merkur þáttur í menntalífi samtíðarinnar
á Norðurlöndum, en væru nú að mestu leyti fyrnd austan hafsins og lítt kunn á
fósturjörð hans, þar sem kvæði hans munu seint falla í gleymsku.
ISíðan þetta greinarkorn var skrifað og fullsett, hefur komið út merkilegt safn bréfa, sent varða
Grínt Thomsen (Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum, Reykjavík, 1947) og flest voru mér áður ókunn.
Þar má fá nokkuru frekari vitneskju um tvö atriði, sem vikið er að hér að framan. 1) Það kemur í ljós,
að Grímur hefur, fyrir milligöngu Finns Magnússonar, komizt að betri kjörum um útgáfu ritgerðar
sinnar en eg lét mér til bugar koma, enda mun slíkt nauðafágætt í Danmörku enn í dag um doktors-
ritgerðir: Kostnaðarmaður befur fengizt að bókinni, sem greiddi höfundi að ritlaunum öll þau eintök,
sem ltáskólinn átti að fá ókeypis (S. g., 66. bls.) -— Þetta mun þó ekki liafa verið þrautalaust fyrir
Finn, því að fyrst virðist hann liafa reynt samninga við bókaforlag Schubotlie, sem Arni Helgason
kallar Schubot (S. g., 63. bls.), en það strandað, og bókin var gefin út af Höst (sjá S. g., 139. bls.),
sem nýlega (1842) var orðinn háskólabóksali og hefur viljað vera eftirlátur við hinn mikilsvirta pró-
fessor. — Þetta gerir allt enn skiljanlegra um tvenns konar útgáfur ritgerðarinnar. — 2) I bréfi, sem
Finnur Thorsteinsson skrifar 4. maí 1845, lætur hann í Ijós undrun yfir því, að við vörn ritgerðarinnar
hafi ekki nema einn aukaandmælandi (ex auditorio) gefið sig fram, því annars þyki girnilegt að vinna
sér til frægðar við sh'k tækifæri. En hann gefur um leið í skyn, að fáum muni liafa þótt fýsilegt að
kljást við Grím (S. g., 87. bls.).]