Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 157
STEFÁN EINARSSON
Safn Nikulásar Ottensons
í Jolins Hopkins Háskólabókasafninu í Baltimore, Md.
1
Veturinn 1942—43 keypti Johns Hopkins Háskólabókasafnið í Baltimore safn af
íslenzkum bókum af gömlum bókamanni íslenzkum í Winnipeg, Nikulási Ottenson.
Hafði hann skrifað mér um safnið þá um sumarið og beðið mig að reyna að selja það
fyrir sig, en eg hafði satt að segja ekki mikla von um, að Háskólasafnið okkar treysci
sér til að kaupa það. En fyrir atfylgi prófessors Kemp Malone, sem ávallt hefur borið
íslenzka safnið hér fyrir brjósti og aukið það jafnvel fyrir fé úr eigin vasa, og fyrir
ríflegt fjárframlag frá forseta skólans, dr. Isaiah Bowman, þá tókst að hafa upp nægi-
legt fé til þess að kaupa safn Nikulásar.
2
Nikulás Ottenson (Össursson) var fæddur 18. nóvember 1867 að Hvallátrum við
Látrabjarg í Rauðasandshreppi á Barðaströnd. Faðir hans var Össur Össursson
(Sigurðssonar) hreppstjóri þar (f. 1807, d. 18741, vel menntaður maður að þeirrar
aldar hætti; las hann eigi aðeins Norðurlandamálin, heldur einnig þýzku, átti gott
bókasafn og var skáldmæltur. Hefur Nikulás minnzt hans ræktarlega í formála fyrir
Rímum af Sörla hinum sterka, er faðir hans hafði ort, en Nikulás lét prenta á Gimli
1910.
Síðari kona Össurar hreppstjóra, en móðir Nikulásar, var Guðrún Snæbjarnar-
dóttii frá Dufansdal við Arnarfjörð. Hún var systir Markúsar kaupmanns á Geirseyri
við Patreksfjörð og Hákonar, afa Hákonar, sem lengi var alþingismaður Barðstrend-
inga. Var þetta fólk ættað úr Arnarfirði, og ekki allfátt bóka- og lærdómsmanna í
ættinni, svo sem Hákon á Álftamýri og Mála-Snæbjörn, faðir hans, Pálsson, sýslu-
manns á Kirkjubóli í Langadal.
Nikulás var ekki gamall, þegar hann lærði að lesa og skrifa. Faðir hans var talinn
með beztu settleturs-skrifurum á Vesturlandi, og eftir forskrift hans lærði Nikulás
að skrifa, þá á áttunda ári. Hefur honum síðan verið tamt að grípa til settletursins,
ef hann vildi vanda sig, og með því hefur hann skrifað stórt handrit í safni sínu
(Rímur af Gretti Ásmundssyni eftir Magnús í Magnússkógum).