Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 158
158
STEFÁN EINARSSON
Þegar Nikulási óx fiskur um hrygg, fór hann til sjós á þilskipum Markúsar móður-
bróður síns og vann önnui þau verk, er dagleg störf voru á VestfjörSum í þá daga.
MeSal annars fór hann eftir fugli í Látrabjarg.
Nikulás fór vestur um haf 1887. Lítt heldur hann á lofti sögu sinni þar framan af,
þó var hann um nokkur ár í herþjónustu og einhvern tíma viS verzlun. Um tíma átti
hann líka heima í Nýja Islandi. En hann telur þaS upphaf starfsæfi sinnar, er hann
komst í þjónustu Rafmagnsbrautafélagsins í Winnipeg (W. E. L.). Eftir nokkurra ára
þjónustu þar var hann settur garSvörSur í ArgarSi (River Park), er félagiS starf-
rækti, og var þá stærsti skemmtigarSur í Winnipeg. AriS 1902 stofnaSi Nikulás þar
dýragarS, og var þaS fyrsti dýragarSur í Canada vestan Toronto. Nikulás gegndi
garSvarSarstöSunni í 28 ár áSur en hann fengi lausn meS eftirlaunum.
Nikulás hefur haft náttúru föSur síns til náms, bóka og kveSskapar, enda stendur
hann kannske fastari fótum í íslenzkri alþýSumenningu gamalli en flestir jafnaldrar
hans vestan hafs. Auk bókasafnsins er til vitnis um grúskaranáttúru hans og fræSi-
inannlegan áhuga útgáfa hans af Sörla rímum föSur síns, handrit hans af Grettis
rímum Magnúsar í Magnússkógum, og síSast en ekki sízt Minui Nýja íslands, jor-
mannatal jrá landnámstíð til vorra daga (Winnipeg 1934). En um formannataliS
segir Þorsteinn Þ. Þorsteinsson í Sögu Islendinga í Vesturheimi (III, bls. 289), aS
þaS sé eina ritiS, sem helgaS sé sérstaklega sægörpunum íslenzku viS Winnipegvatn,
og telur þaS mjög þakkarvert, þótt þaS sé í hinum forna rímnastíl. En ástæSa Nikulás-
ar til aS færa þetta í hiS forna rím var hin gamalkunna, aS „kvæSin hafa þann kost
meS sér, þau kennast betur og lærast ger, en máliS laust úr minni fer .. .“
Eigi skal því neitaS, aS formannatal Nikulásar hafi galla rímnanna jafnframt kost-
unum. En til þess aS benda á álit þaS, er Nikulás vann sér í kunningjahóp meSal
vesturíslenzkra alþýSuskálda, skulu hér tilfærSar stökur. er Kristján heitinn Benedikts-
son orti um hann:
Þér eru málin mennta kunn,
af Mímis drukkin horni,
njörvaSur fræSi náms úr brunn,
Nikulás hinn forni.
íslenzk tunga mærSar mæt
má þér heiSur sýna,
skrauti vafin skrift fágæt
skreytir minning þína.
3
Ekki veit eg, hvenær Nikulás hefur fariS aS safna bókum. en trúlegt er, aS hann
hafi byrjaS á því unglingurinn. Sennilega hefur hann haft meS sér Waisenhúss-biblí-
una úr safni föSur síns, þegar hann fór vestur um haf, því hann upplýsir í bréfi