Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 172
172
STEFÁN EINARSSON
Nr. 27. 17.3X10!3 cm. Frá síðara hluta 19. aldar.
I. Huldar Saga. 79 hls. 30 kap. Á bls. 78—79: „Ályktun, er fvlgdi handriti
því sem jeg ritaði eptir“ (um sannfræði og tímatal sögunnar).
II. Huldar Saga No. 2. Sagan af Huld Trpllkonu hinni ríku, sögð af Sturlu
Þórðarsyni á skipi við Noreg. Bls. 81—137.
III. Tímatal til upplýsingar Noregs konunga og Fornsögum. Tekið úr Heims-
kringlu Snorra Sturlusonar prentaðri að Leirárgörðum 1804. Bls. 138—
143. Sama hönd á öllu.
Nr. 28. 26,8X21,1 cm. Frá 1916.
Rímur Af / Grettir Ásmundssyni / Kvednar af / Magnúsi Magnússyni / Á
Laugum / Annó MDCCCXXVIII og nú uppskrifadar. ad nýu. MCMXVI /
af / Nikulási 0zurarsyni.
(4), CCIX bls. Upphafsstafir á titilblaði og í rímnaupphöfum lýstir með
rauðu, bláu og (titilll gulli. Blaðsíður tvídálkaðar, dálkar og iínur markað
rauðu. Upphafs Þ í formála stælt úr Guðbrandar-biblíu. Seltletur. Þykkur
skrifpappír. Bundið prýðilega í skinn.
Úr formála:
„Þessa bók . . . hefi jeg skrifad eftir handriti. 78. ára gpmlu skrifad 1838.
og stendur aflast . . . í því uppklóradar af hálfblindum H. Pálssyni . . . og . . .
ortar af Rímna skáldinu Magnúsi á Laugum í Sælíngsdal . . . Jeg hefi filgt
handritinu . . . med stafa setníngu .. . Jeg birjadi á þessu verki í September
1915. og endadi þad 24 Apríl 1916: eins og 69 vísa í sídustu rímunni ber
med sjer hafa Rímur þessar verid kvednar 1828. sem er 10 árum ádur
enn handrit þad er jeg hefi skrifad eftir, hefur af þeim skrifad verid, og
tel jeg því nokkurnveiginn víst að eftir eiginn handriti hpfundarins hafi
skrifad verid . . .
Jeg hef á titilbladinu sagt Magnús vera Magnússon ekki Jónsson eins og
hann þó sumstadar er nefndur, eða allvídast.“ Bendir hann á, að líkurnar
til þess að höfundur sé Magnússon sé að finna í formála Rímna aj Bernótus
Borneyjarkappa, Reykjavík 1907.