Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 173
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEJNSSON
Pétur Gautur
Nokkrar bókfrœðilegar athuganir varðandi þýðingu Einars Renediktssonar
á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen
I
Það verður varla sarnið svo stutt ágrip íslenzkrar bókmenntasögu síðustu alda. að
ekki verði þar talið til tíðinda. þegar Peer Gynt eftir Henrik Ibsen var gefinn út í
þýðingu Einars Benediktssonar árið 1901. Ef rennt er augum yfir þær íslenzkar þýð-
ingar erlendra stórverka. sem gerðar voru fyrir þann tíma og eru með marki lífs og
listar. má telja þær á tám og fingrum. Og ef aðeins eru hafðar í huga afbragðsþýðingar
á höfuðverkum sam.íímabókmennta. nægja fingurnir einir til þeirrar talnalistar —
jafnvel á annarri hendi. Þá yrðu undan dregnar ýmsar listrænustu og stórfelldustu
þýðingar okkar, svo sem Alexanderssaga í þýðingu Brands ábóta, sjálf Biblíuþýðingin
fyrsta. Paradísarmissir Miltons í þýðingu séra Jóns Þorlákssonar, Biblíu- og Hómers-
þýðingar Sveinbjarnar Egilssonar og verk eins og Þúsund og ein nótt í þýðingu
Steingríms Thorsteinssonar og Shakespearesþýðingar hans (ein) og séra Matthíasar
(fjórar). Allt um það myndu enn gnæfa upp úr Messíasardrápa Klopstocks í þýðingu
séra Jóns á Bægisá og þýðingar séra Matthíasar á Friðþjófssögu Tegnérs, Manfred
Byrons og Brandi Ibsens, þegar horft er bæði til fyrirferðar og gæða.1
Tvö Ibsensleikrit höfðu verið gefin út á íslenzku fyrir aldamótin, Víkingarnir á
Hálogalandi í þýðingu Indriða Einarssonar og Eggerts Ó. Bríms (1892) og Brandur
í þýðingu Matthíasar (1898). Hins vegar væri ekki alls kostar rétt að segja, að Brand-
ur væri hér fyrr prentaður en Pétur Gautur. Eins og brátt verður nánar að vikið, var
meginhlutinn af Pétri Gaut fullprentaður — þótt aldrei kæmi út — þegar Matthías
fékk Brand loks birtan neðanmáls í vikuhlaði, eftir að handrit hans að þýðingunni
hafði hvílzt á annan áratug í skrifborðsskúffunni.
Pétur Gautur í gervi Einars Benediktssonar birti okkur ekki aðeins eitt auðugasta
og andríkasta skáldrit Norðmanna í einhverju þaulunnasta og fullkonmasta formi. sem
íslenzk stórþýðing hefur hlotið. Utgáfan var einnig athyglisverð frá bókfræðilegu
sjónarmiði, og þvðingin átti sér allmikla sögu. Það er um þessi efni, sem hér verður
fjallað.
I) AuðvitaS má um það deila, hve langt aftur megi skjóta mörkum „samtíma“bókmennta, og er
svið þeirra hér dregið í rýmra lagi.