Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 185
PÉTUR GAUTUR
185
Með nokkrum aflsmunum hefur hann lyft marmarahnullungum þeim, sem hann hlóð
upp og felldi saman af ærinni kostgæfni.
Ef hann er borinn saman við annað höfuðskáld okkar og helzta þýðanda, Matthías
Jochumsson, kemur fljótt í ljós, að vinnubrögð þeirra hafa verið harla ólík. Matthías
var fyrst og fremst innblástursskáld, jafnt við þýðingar sínar sem frumort kvæði, þótt
sá innblástur entist sjaldnast til kvæðisloka. Hann gat á augnablikum náðarinnar búið
kvæði sínu eða þýðingu þann stakk, að form varð þar jafn samgróið efni sem svörður
holdi. Hann var „gení“ — en ekki að sama skapi mikill listamaður, hafði hvorki skap
til að nostra lengi við verk sín né svo óbrigðula smekkvísi, að breytingar hans yrðu
alltaf til bóta. — Einar hefur auðvitað átt sér sínar miklu stundir innblásturs og hug-
Ijómunar eins og Matthías. En í vinnubrögðum sínum hefur hann verið minni áhlaupa-
maður, en meiri listamaður.
Það er einmitt til þýðing eftir Matthías, sem er vel fallin til samanburðar við þýð-
ingu Einars á Pétri Gaut. Það er Friðþjófssaga Tegnérs. Báðir velja hér til þýðingar
langa, samfellda ljóðabálka, höfuðverk úr Norðurlandabókmenntum 19. aldar. Þetta
eru fyrstu stórþýðingar beggja -— og raunar eina stórþýðing Einars. Báðir eru á
svipuðu reki, nálægt þrítugu, þegar þeir ákveða fyrst að gefa út þýðingar sínar. Báðir
búa þær þrisvar til prentunar. Báðir breyta þeim til verulegra muna — Einar í hvert
skipti, er hann hyggur til prentunar, Matthías aðeins fyrir 2. útgáfu, finnst þá nóg að
gert. Breytingar Matthíasar eru misjafnar. Margar eru að vísu til bóta. En sumar til
ótvíræðra listspjalla. Hins vegar mun það verða flestra manna mál, að breytingar
Einars horfi hér nærfellt allar til betra vegar.
En þessari ritgerð var ekki ætlað að fjalla um listfræði og bókmenntamat, heldur
bókfræðiathuganir og textasamanburð.
III
Nú skal greint frá því helzta, sem á milli ber þýðingargerðunum þremur af Pétri
Gaut.1
Stundum er um síbreytingar að ræða, svo að sín er myndin í hverri gerð (1897 :
1901 : 1922). Við þann samanburð verður norski textinn einnig prentaður (eftir 21.
útg., Osló 1927), þótt síðan verði ekki unnt að hafa þann háttinn á.
1) I samanburðardálkunum hér að aftan verður textinn tekinn stafréttur upp úr viðkomandi bók-
um, engu haggað um stafsetningu né greinarmerkjaskipan, þótt sums staðar standi til bóta. Hins vegar
verður hér sleppt leiksviðslvsingum og öðrum leiðbeiningarorðum höfundar.