Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 189
PETUR GAUTUR
189
A s a.
Lygasaga, sonur!
Pjetur Gautur.
Nei.
A s a.
Sverðu að þú sjert ekki að ljúga.
Pjetur Gautur.
Það er rangt að ragna —
Á s a.
Svei!
Rannstu! Þá er engu að trúa.
Pjetur Gautur.
Hvert eitt orð er sólarsatt!
A s a.
Svíf’stu ei neins við móður þína?
Hleypur fyrst í heiðasnatt,
heila mánuði í önnunum
til að drepa dýr á fönnunum,
dregst svo heim með rifna spjör
byssulaus úr fýluför,
feilar þjer ei við að blína
mjer í augun, meðan verstu
montsögurnar af þjer lestu! —■
Haltu áfram, hvar var graddinn?
P j e t u r G a u t u r.
Hæst vestur hjá Egg.
Á s a.
Jú, rjett!
Pjetur Gautur.
Hann stóð af og hvessti þjett.
Hreinninn var að krapsa í gaddinn,
bak við holt með björg og kletta; —
heit þar mosa —■
A s a.
Rjett er þetta.
P j e t u r G a u t u r.
Jeg stóð kyr, hjelt í mjer anda,
og jeg heyrði klaufir slá,
grein af horni horfði’ eg á. —
Hægt með leynd jeg skreið í færið,
neytti flatur fóta og handa
færðist nær, leit upp við stein.
Sjá þann kropp! Þar kom á snærið.
Hvergi sástu slíkan hrein.
ÁSA
Það er skrum. Þú skrökvar.
PJETUR GAUTUR
Nei.
ÁSA
Skoðum! Jæja, Pjetur, sver það.
PJETUR GAUTUR
Þarf að ragna’ um þetta?
ÁSA
Svei.
Þorirðu ekki! Lýgi er það.
PJETUR GAUTUR
Það er dagsatt — uppá orðið!
ÁSA
Er það sonur! Þvílík breytni.
Fyrst þá álpastu’ upp um heiðar —
ert að' þykjast skjóta á fönnunum,
mánuðina út í önnunum;
snýr svo ber og snjáður með
sneypu heim, án byssu og veiðar.
Og í þokkahót, á borðið,
berðu mjer í opið geð
skytturaup og rokna skreytni.
— Láttu heyra. Hvar var graddinn?
PJETUR GAUTUR
Hæst vestur hjá Egg.
ÁSA
Jú, rjett.
PJETUR GAUTUR
Handan bljes. Hann hvessti þjett.
Hreinninn fól sig bakvið kletta —
var að leita grasa í gaddinn.
Gróf þar krapann —
ÁSA
Rjett er þetta!
PJETUR GAUTUR
Jeg stóð kyr, hjelt í mjer anda.
Ómur harst af klaufarslagi,
og af horni eygðist grein.
Oðar jeg ti! fóta og handa —
skautst á fjóra, skreið með lagi,
skyggndist upp við stein — í færi.
Sjá þann kropp, þar kom á snæri.
Hvergi sástu slíkan hrein.