Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 195
PÉTUR GAUTUR
195
Pjetur Gautur.
Fermdist þú
fyrst í vor? —
I n g u n n.
Hver skilur nú!
Pjetur Gautur.
Finnst um hvarminn feimnisblær?
Fæ jeg neitun ef jeg bið þig?
(1901, 62—63).
Það sýnist þó líkt eins og hárbrúðuull.
(1901,80).
Bara eitthvað að slá. Þessu verður mjer svalt af.
(1901, 102).
PJETUR GAUTUR
Fermdist þú
fyrst í vor? -—
ÍNGUNN
Hver skilur nú!
PJETUR GAUTUR
Hvar er feimna hvarmsins blær?
Hverju er neitað — ef jeg bið þig ?
(1922, 57).
Það sýnist þó líkast hárbrúðuull.
(1922, 72).
Eitthvað að slá. Þessu verður mjer kalt af.
(1922, 91).
Nei, blóm þola’ ei traðk og líkt er um lukkuna;
líma má fiðluna’ en ekki klukkuna.
(1901, 123).
Nei, blóm þola’ ei traðk og lík er lukkan;
límd verður fiðlan en ekki klukkan.
(1922, 110).
PJETUR GAUTUR
Svo skalt þú sjá um þeir grafi
með sæmd. Jeg verð þar ekki nær.
KONAN
Hvert ætlar þú?
PJETUR GAUTUR
Út að hafi.
KONAN
Svo óralangt burt —?
PJETUR GAUTUR
Já, og fjær.
(1922, 123—24).
Þá skal greint. hvar breytt hefur verið gerðinni frá 1897 fyrir prentunina 1901, en
þeirri þýðingarmynd aftur haldið óbreyttri 1922 (1897 : 1901=1922).
Nokkrum persónuheitum er breytt: Soðgreifinn (1897); Frammistöðumaður (1901
og 1922); Ingiríður (1897, þó Ingunn í persónuskránni í bókarbyrjun; í norska frum-
textanum Ingrid): Ingunn (1901 og 1922); Baugur (1897); Beigur (1901 og 1922;
sbr. aths. Agústs H. Bjarnasonar um þetta heiti, Iðunn, n. fl., VII, 268—69).
En helztu textafrávikin eru þessi: