Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 199
PÉTUR GAUTUR
199
Ása! — Komin þetta í veg.
(1897,24; 1922, 28).
Ása! — Komin þetta á veg.
(1901,27).
Þessu verður mjer kalt af.
(1897, 80; 1922, 91).
Þessu verður mjer svalt af.
(1901, 102).
Loks er þess að geta, þar sem samhljóða eru prentanirnar 1897 og 1901, en þýSingar-
frávik í útgáfunni 1922 (1897 = 1901 :1922).
Fvrst er þar til aS taka, sem fyrr var frá horfiS síbreytingum leikritsupphafsins.
Pjetur Gautur.
Þú hefur sjeða
hana Gvendaregg, má ske?
Mílan hálf jeg hygg hún sje;
hvöss er brúnin eins og Ijár.
Yfir jökul urð og gjár,
út af heljarbröttum skriðum,
blundandi að báðum hliðum
blökk og þung má vötnin sjá
þrettán hundruð álnir, eða
enn þá meira, niðri frá.
Eptir hryggnum hann og jeg
háskalegan þutum veg.
Aldrei fann jeg frárri jó.
Fyrir augun opt og tíðum
eins og leiptri sólna sló.
Dökkir ernir vængjum víðum
veifuðu um hengistigu;
óðu fram í undirhlíðum;
aptur úr, sem fys, þeir sigu.
Jakar fyrir bökkum brustu
brothljóð var þó ei að heyra.
Iðuvættir einar þustu
að með söng og dansinn stigu. —
Slógu hring fyr’ auga og eyra!
Á s a.
Jesús góður!
Pjetur Gautur.
Allt í einu,
er liann hentist tó af tó,
eins og stæði hann ekki á neinu,
undan honum styggður fló
rjúpkeri, með rop og læti,
rjett er tæpast tyllti hann fæti. —
Hreinninn fældist, lirökk á svig,
liljóp í einu voðastökki
saman fram með sig og mig.
PJETUR GAUTUR
Þú hefur sjeða
liana Gvendaregg má ske?
Mílan hálf jeg hygg hún sje;
hvöss er hrúnin eins og Ijár.
Yfir jökul, urð og gjár,
útaf gráum heljarskriðum
hlunda sjest að báðum hliðum
blakkra, þungra vatna gljá,
þrettán hundruð álnir eða
ennþá dýpra, niðrifrá.
Ilvassa kambinn hann og jeg
hentumst loftköst, beinan veg.
Aldrei fann jeg frárri jó.
Fram á móti, er við þeystum
sýndist leiftra af sólnagneistum.
\'atna og brúna milli í miðri
meginhengju vóðu niðri
dökkir ernir. En þá dró
aptur úr sem hnökra af fiðri.
Ishroð fjell og brautst að bökktim.
Brotgný var þó ekki að heyra.
Aðeins hrapsins ógn fannst slá
öllu í dans með söng og stökkum,
stíga hring fyrir auga og eyra.
ÁSA
Jesús góður!
PJETUR GAUTUR
Allt í einu
einmitt þar sem spratt ei strá,
nje varð tánni tyllt á neinu,
tók sig upp með styggð og gargi
rjúpkeri, sem grúfði í grjótin,
gínandi við hreindýrsfótinn.
Dýrið hræddist, hrökk á svig,
hljóp í einu voðastökki
saman fram með sig og mig.