Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 200
200
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON
Undir botnlaus iðukargi
og að baki stapinn dökki!
Gegnum þoku blakka og blinda
byltumst við í máfahnapp;
hann þaut út í alla vinda,
undan hart með gargi skrapp.1
Þindarlaust við þeystum niður;
þá sást, mamma, glampa á sökki,
eitthvað hvítt, sem hreindýrskviður.
Það var okkar eigin mynd,
sem í bergvatns borðið sljetta
bjartar spegilunnir reið.
Upp í sömu sending steig það,
sem við hentumst nið’r á leið.
A s a.
Pjetur! Guð minn góður! Seg’ það!
Pjetur Gautur.
Graddar báðir, lopts og botns,
hornin svona saman fljetta,
sulla þarna, skvampa og skvetta;
skúmið vall sem iða í foss.
Ilreinninn loks um síðir, sjerðu,
synti upp að norðanverðu.
Jeg greip halann. — Hjelt svo hurt. —
Heim.
A s a.
En graðdýrið, hvar er það?
P j e t u r G a u t u r.
Það er líkast þarna kjurt; —
þú mátt fá það, ef þú sjer það!
A s a.
Og þú gekkst þó ei úr hálslið?
Ekki skaddað bakið þilt?
Braust ei lærin barnið mitt?
Blessað sje það drottins undur!
Hjer nutum við herrans sjálfs við!
Brókin er að sönnu sundur;
en sje hugsað um það hvert
ógnartjón slíkt stökk fær gert
er það naumast umtalsvert —
O, þú djöfuls lygamörður,
ertu af tómu gorti gjörður?
Undir blasti botnlaus kargi;
bakvið gnapti stapinn dökki.
Fyrst var súld og suddi rofinn,
svo var máfahópur klofinn —
sem í allar áttir víkjandi
út í loptið flökti skríkjandi. —1
Þindarlaust við þeystum niður,
þá sást eitthvað glampa á sökki —
það var hvítt sem hreindýrskviður.
Það var okkar eigin mynd,
undir bergsins spegillind. —
Mamma, eins hart óð og steig það
uppí vatnsborð neðanmegin,
sem við æddum efri veginn.
ÁSA
Pjetur. Herra á himnum! Seg það!
PJETUR GAUTUR
Hafrar báðir, neðan, ofan,
fljetta í hending hornaklofann,
hittast fast með skvamp og usla. —
Iljer varð jeg og hann að busla.
Hreinninn loks um síðir, sjerðu,
svam nú upp að norðanverðu.
Jeg greip halann; hjelt svo burt
heim ■—
ÁSA
En dýrið þá, hvar er það?
PJETUR GAUTUR
Það er líkast þarna kyrrt; —
þú mátt fá það, ef þú sjer það!
ÁSA
Og þú gekkst þó ekki úr húlslið?
Enda heill á háðum lærum. —
Ekki bakið brotið? — Undur!
Barn, þar nautstu herrans sjálfs við.
Brókin er að sönnu sundur.
Samt, það skal nú ekki kæra’ um.
Þökkum, lofum hann sem hefur
hlíft okkur frá verra tapi
sem gat hentst af svona hrapi —!
Svei! 0, djöfuls lyganefur;
guð minn, er það gort og vefur!
1) Síðustu fjórar braglínur eru enn í annarri mvnd í prentuninni 1897, sjá bls. 132 hér að framan.