Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 201
PÉTUR GAUTUR
201
Gamla sögu romsar þú.1
Margsögð var hún, man jeg nú,
mjer um tvítugt — höfð í minnum,
um hann Glossa Gvend ei þig,
góður minn —
Pjetur Gautur.
Um hann sem mig!
Slíkt má frjetta fleirum sinnum.
A s a.
Já, því lygum verður vent,
vikið um með skjali og glami,
úrþvættið fær enginn kennt,
uppdubbað í nýjum hami.
Þannig hefur þú mig svikið;
þvælt um vötn og ís og hroða,
erni, varga og allskyns voða,
allt, sem heitir, látið fljúga,
rembst við hara að rausa og ljúga
romsa og vefa nógu mikið,
svo mig hræddi, hrelldi og blekkti
húsgangsklausan, sem jeg þekkti.
(1897,7—11; 1901,6—10).
Gráttu ei væna!
(1897, 11; 1901, 10).
Segðu, er það ekki von
ekkju hjálparsnauða geti
grætt slík verðlaun vamma og skamma?
(1897,11—12; 1901,11).
feykti maurunum sem ögnum,
(1897,12; 1901,11).
Manstu, er stóra veislan var?
Vissirðu hvað eyddist þar,
er þeir fleygðu um öxl í vegginn
öllu, um leið og tæmd var dreggin?
(1897, 12; 1901, 11).
Fyrst jeg tala, áttu að þegja!
(1897, 12; 1901, 11).
hvorki uppsker eg nje heyja,
(1897,12; 1901,12).
Auðnan er í rústir fallin.
(1897,13; 1901,12).
Gamla sögu tönnlar þú.
Margsögð var hún, man jeg nú
nijer, um tvítugt, höfð í minnum
um hann Gvend en ekki þig,
afmánin —!
PJETUR GAUTUR
Um hann sem mig.
Þesskyns frjettist fleirum sinnum.
ÁSA
Já, því lygum verður vent,
vikið um með fleipri og glami;
enginn getur endurkennt
úrþvættið í nýjum hami.
Þetta gatst þú gjört — og svikið,
gambrað hátt um allskyns voða,
arnarvængi og annan hroða,
allt sem heitir látið fljúga,
rembst við bara að rausa og ljúga
romsa og spinna nógu mikið;
svo jeg hræddist, hrelld og blekkt
húsgangsklausu. sem var þekkt.
(1922, 10—13).
Vertu hughraust —
(1922, 14).
Segðu, er það ekki von
ekkju hjálparsnauða geti
sært slík verðlaun vansa og skamma?
(1922, 14).
feykti peningum sem ögnum,
(1922, 14).
Það sem fór í þetta litla
þjór einn vetrinn — er það til?
Grýtt um öxl hvert glas og pyttla
glumdi í smælki út í þil.
(1922, 15).
Fæ jeg orðið, viltu þegja!
(1922, 15).
hætt að uppskera’ eða heyja —
(1922, 15).
Auðnan er í rústum, fallin.
(1922, 15).
1) 1897: Ganda sögn mjer romsar þú.