Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 208
208
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON
í orði var hann hógvær, rjetti ei hrygginn,
hans skoðun var tómt hik og hægð, að kalla,
og heima rjeði hann sjálfs síns efnum varla. •
(1901, 247).
Þeir urðu menn. En gleymd er velgjörð þegin.
Þrír ríkismenn þeir muna’ ei vestan hafs
Norðmanninn gamla, er bar þá skólaveginn.
(1901, 250).
Þjóð, föðurland og allt sem hátt er hafið,
var honum jafnan þokuskýjum vafið.
(1901,250).
Ef hamingjan snýst þá er heiðurinn eptir;
þú hlýðnast því lögmáli er þú settir.
(1901,252).
En Pjetur Gautur hann fer sinna ferða
(1901, 252).
Nú er ekki eptir nema ónýta dótið.
(1901, 253).
Jeg man og þekki
hann mægðist við dauðann og Láka’ —- annað
ekki! (1901,254).
Aslákur, lijerna er hamarinn til;
undan honum skautst djöfullinn út um þil.
(1901, 256).
að óvörum veislunnar heiðursgesti.
(1901, 271).
með hnúum og knjám.
(1901,275).
Ljósin þau hverfa í heidjúpt gap.----
(1901,303).
Hjartað mitt, nei, þú brautst ekki neitt.
(1901,307).
hvert orð var hóglátt. Vart hann rjetti hrygginn,
sitt álit bar hann fram með huga hálfum,
og heima rjeð hann naumast hjá sjer sjálfum.
(1922, 226).
Þeir urðu menn. Þeir sáu hag sinn eiginn.
Þrír gróðamenn, þeir gleymdu vestan hafs,
þeim gamla heima, er bar þá skólaveginn.
(1922, 229).
Þjóð, föðurland og allt,-sem hátt er hafið,
var honum eins og þokuslæðum vafið.
(1922, 229).
Ef hamingjan snýst, áttu heiður með rjettu,
af hlýðni þíns lífs við þau boð, sem þeir settu.
(1922, 232).
Hann Pjetur Gautur, karl, fer sinna ferða
(1922, 232).
Allt er nú selt, nema ónýta dótið.
(1922,232).
Jeg veit og þekki,
hans vensli við dattðann og Láka’ — annað ekki.
(1922, 234).
Nei, Láki’ er þá hjerna’ ekki hamarinn til
sem þú hjóst með svo djöfullinn flúði’út um þil?
(1922, 235).
að óspurðum veislunnar heiðursgesti.
(1922, 249).
með hnútim og knefum.
(1922, 253).
Ljósin þau hverfa í hyldjúpt gap. — •—
(1922, 278).
Hjarta míns sveinn, nei, þú brautst ekki neitt!
(1922, 282).
Við þennan samanburð kemur í ljós, að mestu munar á upphafinu. Þar hefur Einar
í bæði síðari skiptin endurþýtt að heita má frá rótum — og þó lengra fram í síðasta
sinnið. Má af því ráða, að honum hafi í fyrstu veitzt örðugast að kotna sér af stað til
verksins, sem oft vill verða, og því talið upphafinu mest ábótavant. Enda er athyglis-
vert, að þýðingin verður yfirleitt þeim mun snjallari sem lengra líður á verkið — svo
mjög hefur Einari vaxið megin af viðureigninni sjálfri. Þá má og vera, að í hvert
sinn, er Einar hugði til útgáfu þýðingar sinnar og tók að sýsla við hana að nýju, hafi