Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 209
PÉTUR GAUTUR
209
hann verið skyggnastur á hnökrana í upphafi og þá stefnt að allróttækri endursteypu,
en brátt litið nokkru mildari dómaraaugum á verk sitt og viðurkennt ]neð sjálfum
sér, að tiltölulega óvíða gæti hann breytt svo, að betur færi. Þegar upphafssíðurnar
eru frá taldar, eru því aðeins örstuttir hlutar og einstakar braglínur á víð og dreif,
þar sem um algjöra endurþýðingu er að ræða. Miklu víðar eru gerðar smávægilegri
orðalagsbreytingar. Þær eru þó ekki fleiri en svo, að finna má fjölmörg atriði og
heilar sýningar, sem eru alveg — eða að kalla — eins í öllum þremur gerðunum (II
þáttur, 2., 4. og 7. sýning; III. þ., 2. sýn.; IV. þ., 2.—6., 8. og 10.—12. sýn.; einnig eru til-
tölulega fáar breytingar í II. þ., 6. sýn. (Dofrahöllin), lokasýningu III. þáttar (dauði
Ásu.l og í IV. þ., 1. sýn. (sem er mjög löng) og 7. og 9. sýn.). Yfirleitt má segja, að
breytingar verði því minni sem lengra líður á verkið. Langfæstar eru þær þó í IV.
þætti. — Einnig kemur í Ijós, að í heild sinni eru heldur meiri breytingar á gerðar
fyrir prentunina 1922 en 1901. Þó eiga þar ekki allir þættir jafnan hlut að máli, því
að í IV. jrætti er t. a. m. meira breytt 1901 en 1922. Um V. þáttinn er erfitt að dæma
í þeim samanburði, þar eð arkirnar frá 1897 taka aðeins til helmings fyrstu sýningar
hans, en þrjóta síðan. En ef miðað er við þessar sjö upphafssíður V. þáttar, eru minni
breytingar á gerðar 1901 (aðeins ein I en 1922. Af því væri samt óvarlegt að álykta, að
allur V. jjáttur útgáfunnar 1901 sé nærfellt samhljóða Jdví, sem verið hafi 1897.
Nú má spyrja, að hverju Jressar breytingar Einars stefni helzt. Flestar miða að Jrví,
að þýðingin verði trúrri norska frumtextanum, annaðhvort að bragarhætti eða orða-
lagi eða hvorutveggju, formi og anda. En flestar horfa þær til bragarbóta, hvort sem
aukin nákvæmni og sannari frumblær hafa verið aðalhvötin til þeirra eða búnings-
hótin ein.
Stundum hverfur Einar þó frá góðu orðavali til annars síðra til að þræða nákvæm-
ar orðalag eða háttareinkenni norskunnar, t. a. m.:
koinmer hjem med reven pels,
uden byrse, uden vildt, —
sem fyrst er þýtt svo:
dregst svo heim með rifna spjör
byssulaus úr fvluför,
en síðar þannig:
snýr svo ber og snjáður með
sneypu heim, án byssu og veiðar,
en þar er rímorðum eins fyrir komið og í frumtextanum.
Einnig er þetta dæmi glöggt:
Fprst vi klpvte lag af táger,
kl0vte sá en flok af mager,
som igennem luften vigende
flpj til alle kanter skrigende.
14