Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 210
210
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON
1 fyrri geröunum tveimur hljóðar þetta þannig:
Þokan tók við, blökk og blind;
beint var steypzt í hnapp af vargi,
fuglamir í veður’ og vind
viku frá með rámu gargi.
Gegnum þoku blakka og blinda
byltumst við í máfahnapp;
hann þaut út í alla vinda,
undan hart með gargi skrapp.
Þarna lætur önnur gerðin einna bezt í eyrum íslendinga. En að lokum hverfur Einar
að frumhætti, myndum og orðalagi norskunnar:
Fyrst var súld og suddi rofinn,
svo var máfahópur klofinn —
sem í allar áttir víkjandi
út í loftið flökti skríkjandi. —
Enn má nefna:
Á, Gud trpste mig for gutten;
de taer livet hans til slutten!
Æ! Þeir ganga af drengnum dauðum.
Drottinn, frelsaðu’ hann úr nauðum!
Drottinn hjálpi okkur einast’.
Æ, þeir deyða piltinn seinast.
Loks eru þessar frægu braglínur, þótt þar sé minni fórnir færðar til að auka á ná-
kvæmni lokaþýðingarinnar:
Atter og fram, det er lige langt; —
ud og ind, det er lige trangt!
Ef inn verður farið, er út ekki þrengra; —
ef að verður komizt, er frá ekki lengra!
Ut og inn, það er eitt og samt,
aftur og fram, það verður jafnt.
Stundum eru gerðar lítillegar tilfæringar til að þokast nær rímtilbrigðum frunt-
ritsins:
Under sengen vi pusler, i asken vi rager,
gennem piben vi rusler som gloende drager.
Við dútlum við rúmið og rótum í hlóðinni
og rjúkum sem drekar úr pípuglóðinni.
Við dótum við rúmið og rótum í hlóðinni
og rjúkum sem drekar úr pípuglóðinni.