Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 211
PÉTUR GAUTUR
211
En alloft vakir það eitt fyrir Einari að bæta um stílhnökra eða braggalla, sem hon-
um þykja vera á fyrri þýðingu sinni:
Mener du vel at for arv og eje
jeg skilte mig fra alle de kæres veje?
Ætlarðu eg skilji við allt máske,
sem er mér kært, fyrir jörð eða fé?
Heldurðu eg skilji við allt, sem ég ann,
auðsins vegna? Hvað skeyti eg um hann!
Stundum hefur í fyrra skiptið aðeins skort herzlumuninn til að hitta á hið rétta
orðalag: Og jeg er plent et krimskramset, kejserligt pergament : Ég er margkrullað,
útsútað keisaraskinn : Ég er margelt og þrælsútað keisaraskinn.
Við ber jafnvel, þótt fátítt sé, að Einar skipi stílkenndinni æðra sess en trúnaðinum
við frumritið og víkí til ónákvæmari þýðingar, en yfirbragðsmeiri:
Bag os bergets svarte vægge,
under os et bundl0st slug!
Undir botnlaus iðukargi
og að baki stapinn dökki!
Síðan bætir Einar inn sagnorðum, sem eru ekki í norskunni, en magna lýsinguna:
Undir blasti botnlaus kargi;
bakvið gnapti stapinn dökki.
En hér skulu ekki settar á langar orðræður um þau dæmi, sem áður voru til tínd.
Frekari hugleiðingar um þau efni bíða allsherjarkönnunar á listarháttum og skáld-
legu sköpunarstarfi Einars Benediktssonar. En þá verður væntanlega sá efniviður,
sem hér er saman dreginn, einn þátturinn til þeirrar úrvinnslu. En þess ber að minn-
ast, þegar af fyrrgreindum þýðingafrávikum verða dregnar ályktanir um starfsháttu
Einars, að ekki eru lil af þessari þýðingu frumdrættir hans eða fyrstu gerðir, heldur
er hér aðeins til að dreifa lokagerðunum — og hin elzta þeirra meira að segja svo
fram gengin, að Einar ætlaði henni um skeið í alþjóðarhendur. Hér er aðeins um að
ræða þrjá áfanga í lokafágun hins mikla listamanns, er var svo vandfýsinn um eigin
verk. að hann taldi sér þar ekkert fullkosta.