Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 217
UM ÞÝtílNGAR ÚR ÍTÖLSKUM MIÐALDARITUM
217
lingurinn Ad cantum inveniendum;1 þar eru gefnar reglur um nótnaritun og'söng-
kennslu. I eftirmælum 18. aldar kemst Magnús Stephensen svo að orði um sönglist
og ,.hljóðfæra-saung“ á íslandi: „Fögur hljóð fengu börn mín (þ. e. Fjallkonunnar)
allmörg, en kunnáttuna um þeirra reglulegu brúkun, vantar flesta enn. Vegleiðsla
nokkur þar til átti að sönnu í skólunum að géfast, en sjálfir Kénnendurnir vóru opt
tæpir í mentinni og höfðu einungis við að styðjast úrelt afbakað saungform aptan við
Grallarann, uppfundnu (svo) af Abóta Gui d’Arezzo snemma á lltu öld, en sem
gjörsamlega umsteyptist ásamt saunglyklum og nótnamvndum erlendis, hérum 1360.“
(bls. 780, í sérstöku útgáfunni á bls. 5581. Oþarft virðist að taka það fram, að
þetta „úrelta söngform" mun lengi hafa verið sá ýtarlegasti og jafnvel einasti leiðar-
vísir íslenzkra prestlinga í sönglistinni.
Á 11. öld var uppi Giovanni eða Jóhannes, erkidjákni, höfundur vitae beati Nicolai
episcopi, eða Nikulás sögu erkibiskups (í Myra í Lýkíu) II, sem Bergur Sokkason,
ábóti á Munkaþverá, þýddi, og prentuð er í síðara bindi Heil. m. sagna (Kría 1877).
Biður þýðandinn þess í formála „at ek megi heyriliga boða líf ok jarteignir volldugs
herra virduligs Nicholai Mirrensis erkibyskups medr því efni ok undirstodu, sem
meistari Johannes Barensis erkidiakn hefir sett ok samit i latinu. Þvi er heyrandi i
fyrstu sa prologus, sem hann franmri skrifar i ondverdu briosti sinnar frasagnar,
sendandi nockurum brodur Athanasio at nafni sva sem heilsanarbref undir kærleik
astarinnar“. Hefst svo þýðingin á bréfi Jóhannesar erkidjákna til Aþanasíusar þessa. Við
frumritið, eins og það hefur geymzt, er aukið allmörgum köflum, en annars er þýð-
ingin sögð góð. Kaflinn um upptöku helgra dóma Nikulásar og flutning til Italíu
(til Bari), bls. 148 o. áfr. í 2. bindi Heil. m. sagna, er merkilegur að því leyti, að hann
byggist á texta, sem hinir frægu útgefendur helgra manna æfa, Bollandistarnir svo-
nefndu,2 eru sagðir ekki hafa haft aðgang að, er þeir gáfu söguna út.:í
Bergur Sokkason dó 1345. Til er eldri Nikulásarsaga í handriti frá því um 1200,
einnig prentuð í Heil. m. s. II (útg. Ungers). Höfundur hennar er ókunnur (sbr. þó
síðar um Jac. da Varazze).
Heil. Anselmus, erkibiskup í Kantaraborg, var fæddur í Aosta á Italíu. Eftir hann
eru bænir í fyrrnefndum Meditationes, I. kapítula. 2: „Hiartnæm Bæn hins Heilaga
Anselmi i huórre ad ein Syndug Manneskia veinar, harmar & ber sig illa vegna sinna
Synda, og sijns Syndsamlegs lijfernis og huggar sig þo vid Naad og Mvskun vors
Liufa Lausnara Jesu Christi“ (bl. Aij—Avij, verso I; 14,: „Bæn hins Heilaga Anselmi,
med huórre ad Christelegt Hiarta klagar sijna medfædda Eymd og Neyd, & huggar
sig sætlega j Herranum Christo“ (bl. Dv—Dvj. verso).
1) Að meðtöldum ritgerðunum Micrologus (þ. e. brevis sermo in musica) og Rytmus, sem íjalla
um aðrar greinar tónlistarinnar.
2) Svo nefnist í daglegu tali útgáfufélag kaþólskra fræðimanna í Belgíu (Antverpen), aðallega
kristmunka, sem hefur haldið áfram útgáfu „Acta Sanctorum", þeirri er hafin var af Roswey og
endurlífguð af Jan v. Bolland (1595—1665). Hafa nú verið gefin út á milli 60—70 bindi in-fol., og
þykja útgáfurnar hinar vönduðustu í hvívetna.
3) Viscardi: Storia letteraria d’Italia. Le origini. Milano, 1939. Bls. 325.