Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 221
UM ÞÝÐINGAR ÚR ÍTÖLSKUM MIÐALDARITUM
221
birtist í Nýjum félagsritum XVIII, ásamt latneska textanum, og síðan í ljóðmælum
hans, bls. 249 o. áfr. Hér er það enn Matthías, sem þýðir af mestri snilld. Þýðing hans
í Kaþólskum sálmum (Rv. 1938) er í senn nákvæm og svo lipur og hjartnæm, eins
og hendingarnar séu talaðar frá hans eigin hrjósti og ortar af innri þörf:
Getur nokkuð harðlynl hjarta
horft á Drottins móður bjarta,
án þess vakni viðkvæm tár?
Mikils þarf og við til að snúa svo óviðjafnanlegum sálmi yfir á annað mál án þess að
hann tapi nokkru við það af kjarna sínum, af þeim hrifningarkrafti, sem auðkennir
jafnan snilldarverkin og brýst hér fram í auðmjúkri hluttekningu og brennheitu ákalli.
Höfundurinn, Jacopo dei Benedetti, kallaður Jacopone da Todi eftir fæðingarhorg
sinni (d. 1306), stundaði framan af æfinni veraldlegt vafstur og naut lífsins unaðs-
semda, eins og bróðir Frans af Assisi. En sagan segir. að kona hans, sem var mjög
trúuð og fylgdi honum nauðug í samkvæmin og drykkjuveizlurnar. hafi í einu gleði-
hófinu dáið með sviplegum hætti og kom þá í ljós, að innan undir hinum stásslega
veizlubúningi var hún klædd hárserk. Svo mikið varð Jacopone um, að hann tók
algerum sinnaskiptum, sneri haki við heiminum og tók upp lifnað gráhræðra. \arð nú
trúarofsi hans ekki minni en heimshyggjan var áður. og gekk stundum út í þær öfgar,
að menn héldu að hann væri galinn. Brýst hann fram í kvæðum, sem hann orti bæði
á latínu og alþýðumáli (ítölsku), oft með þeim hætti, að erfitt er að fylgja þræði
hinnar dulræðu hugsunar, en stundum líka með nýstárlegri litauðgi og orðgnótt og
sefjandi mætti einlægrar trúarsajmfæringar.
Stabat mater er talið vera fyrirmyndin að sálminum „Kross á negldur meðal
manna“, — „þar sem þó bænarávarpinu til Maríu er — sízt til bóta — snúið í bænar-
ávaip til Krists og sálmurinn með því sviftur sínum katólska miðaldablæ“ (J. Helga-
son: Almenn kristnisaga, II, Rv. 1914, bls. 357).
í Hauksbók (bls. 187) er kafli um samneyti við bannfærða menn og vitnað til
heimildar: „Meistari Goffridus skýrir þat efni . ..“ Er þar vafalaust átt við Goffredo
di Trano eða Trani (d. 1245), sem var kirkjuréttarfræðingur og ritaði skýringar
við Decretum Gratiani, eða 1. hluta Rómarréttar (Bertoni: Storia lett. d’Italia. II
duecento. Milano, 1939, bls. 251).
Jacopo da Varazze (Varaggio, Varagine eða jafnvel Voragine, en það er dregið af
nafni þorps á Lígúríuströnd, sem á Rómverjadögum hét vicus Virginis), lærdóms-
maður mikill af svartmunkareglu, var höfundur einhvers vinsælasta alþýðuritsins á
ofanverðum miðöldum. Það var kallað Legenda aurea og er æfisagnasafn helgra
manna, raðað í sömu röð og ártíðir þeirra eða messudagar í kirkjualmanakinu. Frá-
sagnirnar eru tíndar víðsvegar að úr eldri söfnum, styttar og lagfærðar, settar fram
á augljósan og einfaldan hátt, við hæfi almúgans, sem hann hafði einkum í huga að
uppfræða og göfga með riti þessu. Þótt trúgirni hans láti hvergi bugast, þegar um er