Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 223
UM ÞÝÐINGAR ÚR ÍTÖLSKUM MIÐALDARITUM
223
upphafi. Tómasarsálmurinn er þýddur á íslenzku. Kannast allir við hann af upphafs-
orðunum: „Tunga mín af hjarta hljóSi“. Hann er fyrst prentaSur í íslenzkri þýSingu
í sálmabókinni, Hólum 1589. „ÞýSingin er nákvæm og ein hin snjallasta frá þessum
tíma, þótt ekki sé alveg gallalaus um rím. Sálmurinn . . . var ekki tekinn upp í sb.
1801. undu menn því illa, og var hann þá meS breytingum síra Stefáns Thorarensens
tekinn í viSaukaútg. („Nýr viSbætir“) 1861 og 1863 og hefir veriS í sb. síSan“
(P. E. Ólason: Upptök .. ., bls. 124 ).
Þessi sálmur er einnig prentaSur í Kaþólskum sálmum, 2. pr., Rv. 1938, og er hon-
um þar skipt, eins og upphaflega, í tvo: 4 fyrstu erindin nteS fyrirsögninni „Pange
lingua“, en hin tvö síSustu „Tantum ergo“ („Helgidóm svo háan allir“). Upphaflega
var og skipting vísuorSa þannig, aS þrjú voru í hverju erindi, í staS sex í þýSingunni
(eins og í róntv. brefverinu).
Tveir sálmar aSrir eftir heil. Tórnas af Aquino hafa veriS þýddir á íslenzku. Er
annar, Verbum supernum (e. supremum) prodiens, þegar prentaSur í sálmabókinni
frá 1589, upphaf: „OrS himneska út gekk til vor“, 4 er. og eitt lofgerSarvers, og
þýSingin gerS beint eftir latn. textanum (PEÓ: Uppt. bls. 66). Þessi sálmur er, eins
og allur tíSasöngurinn á dýradegi, eignaSur heil. Tómasi. Sama gildir um hinn sálminn
„De corpore Christi“, upphaf: Lauda Sion salvatorem — „Lát ei, Síon, lofgjörS
bresta“, sem birtist fyrst í ísl. þýSingu Helga Hálfdanarsonar í Sálmum hans útlögS-
um úr ýmsum málum, Rv. 1873, bls. 19, meS þessari athugasemd (bls. 101): „Hinum
katólsku hugsunum frumsálmsins er lijer breytt í lúterskar.“
Eftir hinn „serafíska“ doktor Giovanni Fidanza, sem hét Bonaventura eftir þaS aS
hann gekk í reglu grábræSra (f. í Bagnorea 1221), mun aSeins einn sálmur vera
þýddur á ísl. og orti hann þó marga, sem urSu víSa kunnir og vinsælir. ÞaS er kross-
sálmurinn Recordare sanctae crucis, sem byrjar svo í þýS. Helga Hálfdanarsonar:
Haf þú, maSur, hverju sinni
herrans Jesú kross í minni . . .
ÞýSingin er prentuS í oftnefndum sálmaþýSingum hans, bls. 22. Til er af honum
eldri þýS. á íslenzku, sem enn mun vera óprentuS. Hún er eftir séra Bjarna Gissurar-
son (d. 1712) og er í kvæSasyrpu hans (afskrift í Lbs. 2156, 4to I meS þessari yfir-
skrift: „Gömul liód Þess H. Lærefódurs Bonaventuræ af Krossinum Christi. utsett
ur Latinu“ (38 er.). Fyrsta erindiS er svona:
Hugsun krossins helga mundu,
hafir þú, maSur, á veraldargrundu
hér aS ganga um hryggSarslóS.
Hans til minning ætíS utidu;
er þá vís á hverri stundu
hressing og gleSin góS.