Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 20

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 20
20 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA Ekki get ég sagt þér neinar fréttir af sjálfum mér, því ég mundi þar hvorki sjá upphaf né enda. Þú réðst mér í vetur að hlusta á þá Schiller og Mc. Dougall. Ég þekki þá báða, var t. d. í gærkveldi með Schiller í dinner í Hall í Corpus Christi. Hef líka hlustað á fyrirlestra hans. Hann er merkismaður. Mc. Dougall heldur enga fyrirlestra, en ég þekki hann persónulega. Hann er konunglegur maður ásýndum. Einn kunningja þinna hef ég hitt hér, Mr. Geo. Ainslie Hight, sem var með Eiríki í Rúðuborg 1911. Hann er nú aðskrifa Thesis (B. Litt.) um íslendingasögur, þó aldraður sé. 1. júlí. Kom þessu ekki lengra um daginn, en nú mun ferð falla, og bind ég því enda á. Ég skal segja þér, að ég hef oft gripið í bókina þína síðan og lesið kafla og kafla aftur. Og ég óska oft, að fleira væri til af slíkum bókum á íslenzku, en þetta kom mér til að hugsa um „Hug og heim“, sem ég auðvitað skildi eftir ,magasíneraðan‘ í Höfn, eins og allar mínar bækur. Vinur minn einn hér hefur gefið mér Njálu og Lilju, og Sigfús sendi mér Sálarfræði Ágústs í póstinum. Jæja, þú veizt, að ég tel til skuldar á hendur þér, sem ég er nú búinn að gleyma, hvað er stór, en hitt man ég, að ég vildi hafa hana borgaða í kúníaki. Nú sé ég mig um hönd og bið þig að borga hana í Hug og heimi! Er þér engin vorkunn að kúga bókina út úr forleggjaranum fyrir ekkert, og hefur þá hvárrtveggi vel, þú borgar skuld þína þér að kostnaðarlausu [og óska ég öllum skuldum slíkar farir eða aðrar verri], ég fæ bókina, sem mér er gulli betri, en bóksalinn geldur maklegur ranglætis Svíanna. Hér er sólskin og kuldi og gott að vinna. Hreifist héðan ekki, meðan svo er. Hef hugann fullan af efni að skrifa um, fyrir utan allar mínar lestrarfyrirætlanir, en framkvæmi aðeins í brotum eins og gengur. Það er hart að vera ekki nema einhamur, hart að vera manneskja. Og við því geta engin vinnuvísindi hjálpað, það er sjúkdómur, sem við erum fæddir með og úr honum deyjum við. Bara að við deyjum ekki alveg. Ég kemst ekki með nokkuru móti af án trúar á annað líf. En hvar get ég fengið hana? Borgar sig að lesa Myers t.d.?? Jæja, maturinn bíður á borðinu, og á eftir ætla ég í Organ Recital í New College Chapel. Annað eins orgel er ekki til í Danaveldi og varla á Norðurlöndum. Það á heilt orkestur í sér og hvert hljóðfæri í því orkestri fallegra en það á að sér. Ég öfunda sjálfan mig. Það er dýrðlegt að vera þar, sem nær til slíkra hluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.