Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 70
70
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
The University of North Dakota
Grand Forks, 19. apríl 1937
Department of Scandinavian Languages
Kæri dr. Guðmundur Finnbogason!
Sökum óvæntra anna og kvef-vesaldar verður ritgerð mín í Skírni
síðbúnari en ég ætlaðist til; en þér megið eiga von á henni um miðjan
maí; hún mun verða í kringum eina örk, ég læt tvo eða þrjá ritdóma
um ný rit á ensku um íslenzk efni fylgja ritgerðinni. Þykir mér fyrir,
að þetta skyldi dragast svona.
Ég lauk nýlega við ritdóm á ensku um íslendinga yðar og sendi liann
merku amerísku fræðiriti, líklega Journal of English and Germanic
Philology. Ég sendi yður í sérstöku umslagi sérprent af ritgerð, sem ég
hefi nýlega skrifað um Háskóla íslands. Einnig mun ég senda Lands-
bókasafninu sérprent og fleira á næstunni.
Með beztu óskum og alúðarkveðjum.
Yðar einlægur
Richard Beck
The University ofNorth Dakota
Grand Forks, 12. febrúar 1938
Department of Scandinavian Languages
Herra landsbókavörður Guðmundur Finnbogason,
Beztu þakkir fyrir bréf yðar frá 6. janúar og meðfylgjandi ávísun
upp í ritlaun mín fyrir grein mína um Byron og Thomsen í Skírni. Ég
get notað ávísunina heima á íslandi og því engin ástæða til að gera
yður ónæði með útvegun gjaldeyrisleyfis. Jafnframt þakka ég ágæta
meðferð á grein minni. Þykir mér ánægjulegt að geta bætt því við, að
Sigurður skólameistari Guðmundsson fór mjög vinsamlegum orðum
um hana í nýkomnu bréfi til mín. Hefi ég í huga að senda yður dálítið
síðar í vetur greinina um Milton og þýðingar rita hans á íslenzku og
einnig nokkra ritdóma um bækur á ensku um íslenzk efni, sem út hafa
komið hér vestra á síðustu tveim—þrem árum.
Ritdómur minn á ensku um íslendinga yðar kemur út á næstunni í
Journal of English and Germanic Philology, og mun ég senda yður eintak