Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 82
82
ATHUGASEMD
sérkennilegur. í L koma f og p aðeins fyrir sem upphafsstafir og eiga
sér ekki samsvörun í B. g er ekki mjög ólíkt, en neðri hluti stafsins þó
meiri vaxtar í L; h er ólíkt, tvöfaldur hægri leggurinn í L, en einfaldur
í B. í L endar langleggurinn á k beinn niðri í línu, en í B sveigist hann
til hægri og lokar stafnum að neðan. í B virðist einvörðungu notað r-
rotunda, en í L er einnig venjulegt r haft. j og ss eru mjög ólík, í L er
hátt r ávalt að ofan — nema í línu 1 þar sem strik er beint upp — en hátt
j- kemur í odd í B. Einnig er einkennandi fyrir L hvernig st í miðmynd-
arendingum er dregið, en það er ólíkt B. Einkennandi fyrir þ í B er
hallandi dráttur til vinstri út frá langleggnum efst, en slíkur dráttur er
óverulegri eða enginn í L. Yfir stöfum eru í báðum klausum nefhljóðs-
strik og eru þau ólík, einkum þegar þau eru yfir síðasta staf í orði; þá
lyftir Guðbrandur ekki penna, heldur dregur hann í stórum sveig til
vinstri yfir stafmn og endar með láréttu striki til hægri, en í L er
dregið eitt lárétt strik laust frá stafnum. Loks er að nefna, að merkið
fyrir og, sem oft er mjög einkennandi fyrir skrifara, er án nokkurrar
líkingar í þessum klausum, venjulegt íslenskt og-band í B, líkt z', en et-
band latínuskriftar í L.
Þeir stafir eða skriftareinkenni, sem ekki hafa verið nefnd, eru svo
einkennalítil að ályktanir verða ekki af þeim dregnar um skrifara. Það
eru ekki sameiginlegu einkennin, sem skera úr um, hvort um sama
skrifara er að ræða, heldur eru það einkennin sem eru sérkennileg
fyrir hvern skrifara, sem segja til um hvort sami maður hafi skrifað
tiltekna texta eða ekki.
Af þessu sem að ofan hafa verið leidd rök að, tel ég augljóst, að ekki
eigi við rök að styðjast að þessar áletranir í B og L séu skrifaðar með
sömu hendi.
Einar G. Pétursson.
Örstutt svar
Vegna athugasemdarinnar hér að ofan vil ég biðja menn, er hafa
Árbók 1984 við höndina, að líta á umrædda texta og minnast þá fyrst
þeirrar staðreyndar, að Guðbrandur sendi sr. Þorsteini Illugasyni 5
eintök Lögbókarinnar, fól honum að selja 4, en gaf honum eitt, eins
og fram kemur í Minnis- og reikningabók biskups.