Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 65
RICHARD BECK
65
The University of North Dakota
Grand Forks, 26. marz 1935
Department of Scandinavian Languages
Heiðraði herra:
Ég vil leyfa mér að byrja bréf þetta með því að þakka yður kærlega
fyrir hina stórfróðlegu og prýðisvel sömdu bók yðar íslendinga; hún er
sannarlegt kjörvopn í hendur okkar hér vestra, sem látum okkur annt
um þjóðræknislega starfsemi meðal landa okkar. Bókar yðar hefir að
vonum verið vinsamlega minnzt í íslenzku blöðunum hér, en þar sem
enginn ýtarlegur ritdómur hefir komið í þeim um hana, hefi ég í huga
að rita um hana nokkru ýtarlegar á næstunni.
Ég sendi yður hérmeð til væntanlegrar birtingar í Skírni þessa árs
ritgerð og nokkra stutta ritdóma um rit á ensku um íslenzk efni, sem
að litlu eða alls engu hefir getið verið á íslenzku. Hefi ég vandað
hvorutveggja sem mest og vona, að ritgerð þessi og ritdómar fái
skiprúm í ritinu. Pætti mér mjög vænt um, ef þér vilduð gera svo vel
og láta mig vita, hvort þér fáið bréf þetta með skilum og eins, hvað
þér hyggizt að gera með handritin.
Með vinsemd og virðingu.
Yðar einlægur
Richard Beck
The University of North Dakota
Grand Forks, 8. des. 1935
Department of Scandinavian Languages
Kæri dr. Guðmundur Finnbogason,
Beztu þakkir fyrir bréf yðar frá 21. október og innilagða ávísun,
sem ég fékk með ágætum skilum. Einnig fékk ég bækur Bókmennta-
félagsins og sérprent fyrir alllöngu síðan með hinum beztu skilum.
Þakka ég yður fyrir prýðilega meðferð á ritgerð minni og ritdómum.
Hefði ég átt að vera búinn að skrifa yður fyrri, en ég heíi verið að
draga mig eftir því að geta sent yður umgetning mína um íslendinga,
og fylgir hún í sérstöku umslagi; sökum margs konar anna kom ég því
ekki við að skrifa hana fyrri, en vildi vanda sem bezt til hennar.
Einnig sendi ég yður eintak af Kirkjufélags sögu minni og sérprent af