Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 56

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 56
56 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA ég kemst á ísl. safnið í íþöku og get borið saman. Skal ég láta senda þér þær, er þar að kemur. Ég bið kærlega að heilsa konu þinni með þakklæti fyrir hina skemmtilegu kvöldstund, sem ég átti á heimili ykkar í fyrra sumar. Pinn einl. Stefán Einarsson P.S. Ég slæ í það að senda þér líka grein um „hljóðvilluna“ og ráð gegn henni. Ef þú vilt ekki láta hana í Skírni, gætirðu kannske komið henni í eitthvert kennaratímarit. í sjálfu sér er hún betri en hin greinin, svo þess vegna mætti hún kannske vera í Skírni. En ég fel þér hana sem sagt alveg á hendur. Þinn einl. Stefán Einarsson Malone: Kemp Malone, prófessor í ensku við Johns Hopkins háskólann í Baltimore. - Hvað segir þú um Eiríkssógu: Sögu Eiríks Magnússonar í Cambridge eftir Stefán, er út kom í Reykjavík 1933. Cornell University Library, 3. sept. 1934. Kæri vinur: Beztu þakkir fyrir bréf þitt langt og merkilegt að ógleymdum hin- um afarvelviljaða dómi þínum um Eiríkssögu og svo greinarkorn mín. Pá þakka ég þér og fyrir leiðréttingar þær, er þú hefir á þeim gert til bóta eins og þín var von og vísa. Ég hef nú satt að segja haft það bak við eyrað að skrifa ritdóm eða amk ritfregn um ísl. þína, annaðhvort í Journal of Engl. and Germ. Philol. eða Scand. Stud. and Notes, önnur tímarit hér mundu tæplega taka dóm um ritið. En J.E.G.Ph. á enn ópr. dóm eftir mig um Egilssögu og Njálu EÓSv., svo ég veit ekki, hvenær hann kynni að koma. Það væri auðvitað mikilsvert að fá bókina á útlend mál, helzt ensku, en heldur þú ekki, að auðvelt mundi að koma henni á þýzku? Þar er nú áhugi á rammíslenzkum fræðum mikill, eins og sjá má af fyrsta hefti hins nýja Íslandsvinatímarits, mér finnst þú ætti að neyta, meðan á nefinu stendur, því ekki er nú alveg víst, að þessi þjóðernis enthusiasmus Þjóðverja standi til langframa. En bókin ætti að gera sitt gagn á Þýzkalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.