Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 78
78
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
ljúka við hana seinni part þessa mánaðar og sendi hana þá rakleitt til
yðar. En af framangreindum ástæðum er mér sérstaklega annt um
það, að ritgerðin geti komið í þessum árgangi, og vil því biðja yður að
ætla henni rúm; ég geri ráð fyrir, að hún verði sem svarar örk að
stærð, og hreint ekki yfir 20 blaðsíður.
í sérstökum böggli sendi ég yður eintak af hinu nýja þýðingasafni
mínu: Icelandic Poems and Stories, ásamt með tveim síðustu árgöngum
Almanaks Ó. S. Thorgeirssonar, en ég annast nú um ritstjórn þess. Væri
ég yður auðvitað mjög þakklátur, ef þér vilduð minnast þessara rita í
Skírni. Ég læt einnig fljóta með í bögglinum eintak af öðru Vestur-
heimsblaðinu íslenzka með ræðu minni við setningu Þjóðræknis-
þingsins, en þar vitna ég til ummæla yðar, eins og þér sjáið.
Með kærri kveðja.
Yðar einlægur
Richard Beck
The University of North Dakota
Grand Forks, 5. júlí 1943
Department of Scandinavian Languages
Heiðraði vin,
Þökk fyrir vinsamlegt bréf yðar frá 27. apríl, sem mér barst 7. júní,
daginn eftir afmæli yðar, og sendi ég yður þá símskeytið, sem ég vona
að yður hafi borizt með skilum. Eins og vék að í skeytinu, var ég
sárlasinn af kvefvesöld lengi í vor, en er nú fyrir alllöngu síðan orðinn
albata; einnig varð ég að takast á hendur fram undir júníbyrjun aukin
kennslustörf á Háskólanum; urðu því ritstörfm um hríð útundan og
meðal þeirra ritgerðin um Guttorm J. Guttormsson og ritfregnirnar,
sem ég ætla Skírni í ár. Þegar ég nú sá fram á það, að þær myndu eigi
ná til íslands í tæka tíð, lagði ég þær til hliðar þangað til síðar á árinu
og sendi þær heim mun fyrr fyrir næsta árgang; afmæli (65 ára)
Guttorms er ekki fyrr en í desember og gerir því lítinn mun, þó að
greinin komi ekki fyrr en næsta ár; ég vanda þá þeim mun betur til
hennar. Þér verðið því að afsaka dráttinn, sem á þessu hefir orðið hjá
mér.
Ég endurtek hugheilar óskir mínar í tilefni af sjötugsafmæli yðar og
vil láta í ljós ánægju mína yfir því, að Alþingi sá sóma sinn í því að
samþykkja, að yður yrði veitt full eftirlaun; hafið þér vel til þeirra
unnið með ritstörfum yðar og annarri menningarstarfsemi. Tek ég