Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 27
SIGURÐUR NORDAL
27
verði enn kippt í lag. Annars hef ég enn óbundnar hendur, hvort ég
tek við þessari formennsku í bili eða ekki. En mér er vitanlega
áhugamál, að „vikan“ fari sæmilega fram.
Með kærum kveðjum til ykkar Laufeyjar frá okkur Ólöfu og óskum
alls hins bezta, umfram allt, að blessuð sólin vermi Unnu í sumar
henni til heilsu og eflingar.
Pinn einlægur
Sigurbur Nordal
Whitehead.'Ritið Stærðfræðin eftir Alfred North Whitehead haíði þá nýlega komið út í
þýðingu Guðmundar á vegum Bókmenntafélagsins. Whitehead var enskur stærð-
fræðingur og heimspekingur og varð 1924 prófessor í heimspeki við Harvardháskóla.
eins og metaphysico sœmir: eins og háspekingi sæmir. - að „vikan“ fari sœmilega fram:
íslenzka vikan í Stokkhólmi dagana 14.-19. september 1932 til kynningar íslandi og
íslenzkri menningu. Um 50 íslendingar voru þar viðstaddir, meðal þeirra helztu
skáld, listamenn og fyrirlesarar.
#
Ithaca, N.Y. 20. des. 1915.
Kæri vinur,
Bréf þitt frá 24. f.m. hef ég fengið með skilum. Bók þína L’intelli-
gence sympathique haíði ritstjórnin að Philosophical Review fengið,
og var henni getið einungis meðal meðtekinna rita í einu af heftum
þess fyrir skömmu. En ég hafði átt tal við prófessor Creighton um
hana, og kemur nú innan skamms ritdómur um hana í einhverju
hinna næstu hefta, og ritar hann einn af yngri kennurunum hér. Þér
mun verða sent heftið jafnskjótt og það kemur út.
Mér þykir vænt um að heyra, að þú hefur fengið styrk og meira tóm
til ritstarfa. Það átt þú margfaldlega skilið. En hins vegar gat ég ekki
fellt mig við frumvarpið um stofnun nýs prófessorsembættis. Ég álít
það hættulega pólitík að stofna mörg embætti þar án þess þeirra sé
knýjandi þörf. Það hefur viljað brenna við í sumum ríkisháskólunum
hér vestra, en hefur ekki þótt gott, enda verið barizt gegn því af
hyggnari og gætnari mönnum.
Með kærri kveðju til konu þinnar og beztu nýársóskum,
þinn einlægur
H. Hermannsson
Bók þína, L’intelligence sympathique: Doktorsritgerð Guðmundar, Den sympatiske
Forstaaelse, Kobenhavn og Kristiania 1911, kom út í franskri þýðingu höfundar og
André Courmonts í París 1913.