Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 53

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 53
STEFÁN EINARSSON 53 Cornell University Library, 2. sept. 1932. Kæri herra: Má ég biðja yður bónar: hún er sú, að þér vilduð gera svo vel og skrifa mér ævisögu yðar sjálfs og benda mér á þau ritverk yðar, — einkum essays, þar sem yður finnst sjálfum, að yður hafi bezt tekizt. Ég bið þessa af því, að ég er að safna í bókmenntasögu íslenzkra prósahöfunda og mér þykir illa fallið að nefna ekki vora beztu essayista, kannske ég mætti líka fá yðar álit á því, hverja bæri að nefna, en ég hef hugsað um Sig. Nordal, yður, Pórb. Pórðarson og kannske Laxness (nú, hvernig lízt yður á félagsskapinn!) En auk þess hef ég það á tilfinningunni, að þér munið verða fimmtugur eða sextugur (þér fyrrigefið, ég man aldrei tölur) innan skamms, og sýnist mér, að þá mundi vel til fallið að skrifa um yður ýtarlega grein, ef ekki fyrir Skírni, þá fyrir Tímarit Þjóðræknisfélagsins, því Vestmenn hafa gott af að minnast jafnþjóðrækins manns og þér eruð. Ennfremur kæmi sér afarvel, ef þér ættuð hægt með að senda mér um leið eintök af ritum yðar, því í Baltimore er ekkert af því til. Því miður getum við ekki keypt neitt af því ný-ísl. nema það, sem að einhverju leyti snerti fornbókm. Héðan get ég raunar fengið lánað bækur, en hægust eru heimatökin. Kannske ég mætti minnast dálítið meira á bókmenntasögu hug- myndina. Ég byrjaði að safna til hennar sumarið 1928, er ég var hér (skrifaði upp úr því um Jón Trausta í Tímaritið Þjóðræknisfél.) Síðan vann ég að henni nokkuð næsta sumar Qón Thoroddsen), en þá talaðist svo til, að R.Beck gengi í félag um verkið og tæki Ijóðskáldin. 1930 vorum við báðir heima, en í fyrra var ég hér og vann að H.K. Laxness. Nú í sumar vorum við báðir hér og höfum safnað úr blöðum hvor fyrir sig, það sem hvorum heyrði. Vildum við hafa hina ensku bókmenntasögu tilbúna e. t. v. næsta haust, líklega í fyrsta lagi. En nú höfum við svo mikið safn, að sjálfsagt væri að skrifa ýtarlega sögu á íslenzku. Halldór Hermannsson hefur verið að segja við okkur, að Bókmenntafélagið ætti að gefa það út. Hvað segið þér um þá hugmynd? Mundi hún vera framkvæmanleg? Ég hefði mjög gaman að heyra álit yðar um það. Ég gæti ímyndað mér, að hvor okkar um sig gæti skrifað bók upp á 300 - 400 bls. um sína menn (við byrjum um 1800). Eiginlega er háborin skömm að því, að ekki skuli vera til almennileg bókmenntasaga nýjustu tíma, og þótt þetta rit okkar verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.